Helmingur
þjóðarinnar lifir beint og óbeint af landbúnaði, sem stendur fyrir
u.þ.b. þriðjungi brúttóþjóðartekna.
Þrátt fyrir ýmsar framfarir í landbúnaðinum á áttunda áratugnum,
er afraksturinn hinn minnsti í Sa-Asíu.
Margt veldur því: Veðurtjón
vegna fellibylja, fjárskortur, erfiðleikar við að byggja góðar áveitur
og ekki sízt eignarhald á landi, sem haldið hefur velli allt frá nýlendutímanum.
Fáir landeigendur ráða næstum helmingi ræktarlands, sem þeir
láta undirverktaka eða verkafólk erja.
Hægfara þróun í átt til umbóta hefur bætt kjörin að
einhverju leyti en mikil fólks-fjölgun er þrándur í götu og búin
verða minni og minni við skiptingu innan fjölskyldna.
hrísgrjón og maís eru aðalfæða íbúanna, þannig að megináherzlan
er lögð á þá ræktun en kartöflu- og maniokframleiðslan skiptir
stöðugt minna máli, þótt innfæddir þurfi þá fæðu líka.
Nautgriparækt
er tiltölulega vanþróuð. Hún
og alifuglaræktin fullnægja engan veginn eftirspurn á heimamarkaði.
Fiskveiðar
eru í stöðugri framför og stefnt er að því að gera þennan
atvinnuveg að þýðing-armikilli útflutningsgrein.
Kókoshnetur
og afurðir þeirra eru aðalútflutningsvörur Filipseyja, eða u.þ.b.
þriðjungur heimsframleiðslunnar.
Þurrkaðir kókoskjarnar eru helmingur hennar.
Sykur
skipaði áður fyrsta sæti í útflutningnum en heimsmarkaðsverð lækkaði
niður fyrir framleiðslukostnað.
Árið 1983 var framleiðsla sykurs 2,5 milljónir tonna en 1985
1,3 milljónir. Sykurreyr
er aðallega ræktaður á Negros (75%). Þar olli samdrátturinn ólýsanlegri fátækt og neyð, því
að verkamennirnir misstu vinnuna.
Aðrar
veigamiklar útflutningsvörur auk timburs eru: Bananar, ananas,
manilahampur, sísal, tóbak og hrágúmmí.
Filipseyjar
eru ríkar af verðmætum efnum í jörðu en skortir enn þá verksmiðjur
til að fullvinna þau, þannig að mestur hluti þeirra er fluttur út
óunninn.
Fullvinnsluiðnaður
beinist helzt að landbúnaðarafurðum.
Auk matvæla- og neyzluvöruiðnaðar er vefnaðar- og leiðuriðnaður
mikilvægur. |