Luzon
er stærst og mikilvægust Filipseyja (104.688 km²). Þar er höfuðborgin Manila, sem er meðal stærstu borga
heims, og Quezon-borg. Luzon
er norðantil í eyjaklasanum með Filipseyjahaf að austanverðu,
Sibuyan-haf að sunnanverðu og Suður-Kínahaf til vesturs.
Í norðri skilur Luzon-sund eyjuna frá Tævan.
Stærri hluti
eyjarinnar, norðan Manila, er þríhyrninglagaður, en sunnan höfuborgarinnar
eru tveir skagar, Batangas og Bicol, sem gera eyjuna óreglulega í lögun.
Strönd hennar er rúmlega 5000 km löng og vogskorin.
Nafnið Luzon þýðir skæra eða stóra ljósið.
Eyjan nær yfir u.þ.b. 35% heildarflatarmáls Filipseyja (740 km
löng og 225 km breið). Bæði
landslagslínur og vatnakerfi hennar hafa í megindráttum norður-suður
stefnu. Aðalfjallgarðarnir
eru Cordillera Central í norðurhlutanum, Sierra Madre meðfram mestum
hluta austurstrandarinnar og Zambales-fjöll á miðri vesturströndinni.
Pulog-fjall (2930m) er hæst.
Stakar eldkeilur, líkt og Mayon (2448m), eru á Bicol-skaga.
Taal-vatnið er gígvatn og Laguna de Bay er stærsta stöðuvatn
(891 km²) Filipseyja. Mesta
fljótið er Cagayan.
Abra,
Agno, Pampanga og Bicol.
Árið
1991 gaus Pinatubo-fjall í Zambales-fjöllum, 90 km norðvestan Manila.
Gosið breytti landslagi miðsléttu eyjarinnar, truflaði landbúnað
og gerði hundruð þúsunda íbúanna heimilislausa.
Landbúnaður og iðnaður
á Luzon eru mikilvægasti grundvöllur efnahags Filipseyja.
Mesta iðnaðarsvæðið er í grennd við Manila og landbúnaðurinn
skilar margs konar afurðum, s.s. hrísgrjónum, maís, kókoshnetum,
sykri, mango, banönum o.fl. Miðsléttan,
sem teygist 160 km norður frá Manila, er aðal kornræktarsvæði
landsins. Norðar eru hinir
einstöku hrísgrjónastallar Ifugao-fjallabúanna. Á Bondoc- og Bicol-skögunum eru stórar kókosplantekrur.
Járn, gull, manganese og kopar eru verðmæt jarðefni.
Í regnskógunum eru margar harðviðartegundir, sem eru nýttar.
Auk Manila og Quezon eru aðrar mikilvægar borgir á eyjunni,
pasay, Cabanatuan, Legaspi, Baguio, Batangas og Laoag.
Nærri helmingur íbúa Filipseyja býr á Luzon.
Áætlaður íbúafjöldi Luzon og nálægra smáeyja var vel á
31 miljón árið 1990.
Mynd: Pinotubo 1990. |