Quezon Filipseyjar,
Flag of Philippines


QUEZON
FILIPSEYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Quezon er borg í Rizal-héraði á miðri eyjunni Luzon í grennd við Manilaborg.  Hún er ein af stærstu borgum Filipseyja, aðallega svefnborg, þótt þar séu nokkur iðnfyrirtæki, þ.á.m. verksmiðjur á sviði vefnaðar.  Ferðaþjónustan er mikilvægur atvinnuvegur í borginni.  Þarna er Filipseyjaháskóli (1908) og Ateneo de Manila-háskóli (1859).  Borgarstæðið var valið undir nýja höfuðborg Filipseyja árið 1937 og Quezon tók við höfuðborgarhlutverkinu frá 1948-1976.  Nafngjafi borgarinnar var Manuel Luis Quezon y Molina, fyrsti forseti sambandsríkis Filipseyja, sem var frumkvöðull flutnings höfuðborgarinnar.  Manila fékk hlutverkið á ný 1976.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 1,7 miljónir.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM