Davao Filipseyjar,
Flag of Philippines


DAVAO
FILIPSEYJAR
.

.

Utanríkisrnt.

 

Davao er borg í Davao del Sur-héraði á eyjunni Mindanao.  Meðal þess, sem er framleitt þar, er Manila-hampur (abaca), hrísgrjón, kókoshnetur og krydd.  Á svæðinu er líka mikil timburvinnsla og kvikfjárrækt.  Helztu ættkvíslar, sem byggja borgina og héraðið, eru moros, bisayar og bagoboar.  Borgin við samnefndan flóa er viðskiptamiðstöð héraðsins og um hana fer mikill inn- og útflutningur.  Hún er líka setur Mindanao-háskóla (1946).  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 850.000.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM