Leyte
og Samar eru í
austanverðum Visayaseyjaklasanum.
Þær eru tengdar með brúnni San Juan (2 km).
Leyte er 7.214 km². Samar
er 13.080 km². Leyte er
velþekktur ferðamannastaður og vinsæll en Samar er tiltölulega ósnortin.
Mac Arthur, hershöfðingi, lenti á Leyte 20 ágúst 1944 með
hersveitir sínar og herjaði gegn Japönum í þessu heimshluta. Í höfuðstaðnum, Tacloban (100 þ.), er þessara atburða
minnst í lágmyndum á
ráðhúsinu.
Á rauðuströnd, 15 km sunnan Tacloban, þar sem herliðið
steig á land, er eitthvert sérstakasta stríðsminnismerki í heimi: Hópur
hermanna á göngu í ferhyrndri tjörn.
Fyrrum forsetafrú, Imelda Marcos, fæddist á Leyte.
Samar
liggur utan ferðamannaleiða, einkum vegna stjórnmálalegs óróa hin
síðari ár. Ríkisherinn og NPA, nýi þjópðarherinn, hafa mest barizt
inni í landi og á austurströndinni.
Bezt er að fá upplýsingar um ástandið hjá lögreglunni áður
en haldið er í ferð um eyjuna. Athyglisverðasti
staður Samar er *Sohoton þjóðgarðurinn í grennd við Basey, sem
bezt er að sigla til frá Tacloban á Leyte.
þar er mikið völundarhús hella, fossar og neðanjarðarfljót.
Sé siglt með bát frá Catbayog til Allen blasir við ægifagurt
landslag eyjarinnar.
Mynd: Sohoton þjóðgarðurinn. |