CEBU-
OG BOHOLEYJAR. Cebu
er u.þ.b. 200 km löng og mest 40 km breið.
Hún er miðstöð Visayaseyja, sem eru á milli Luzon og
Mindanao. Hér lenti ferdinand Magellan á heimssiglingu sinni 1521 og
Spánverjar stofnuðu fyrstu borg eyríkisins, Cebu, árið 1565. Nú búa u.þ.b. 500.000 manns í Cebu City, sem er fjórða
stærsta borg Filipseyja og veigamikil viðskipta- og samgöngumiðstöð.
Þar er að finna margar sögulegar minjar frá nýlendutímanum,
s.s. fyrstu merkin um
spænska landnámið, sem er stór, holur krosss.
Inni í honum er annar kross, sem Magellan lét reisa á nákvæmlega
sama stað 1521 og þar var fyrsta katólska messan flutt.
Í kirkjunni Minore del Santo Niño (Ágústínusarkirkja) er
elzta kirkjulistaverk Filipseyja. Það
er lítil stytta af Jesúbarninu (Santo Niño), sem flutt var hingað frá
Mexíkó fyrir rúmlega 300 árum og hefur síðan verið verndargripur
íbúa Cebu.
San
Pedrovirkið, sem Spánverjinn Legazpi lét reisa 1565, notuðu Bandaríkjamenn
síðar sem herstöð og herskála og Japanar sem fangelsi. Endurreisn
þess hófst 1968 og gerður var garður inni í því í stað
mannvirkja, sem þar voru.
Elzta
háskóla Filipseyja, San Carlos, stofnuðu jesúítar 1565 og tengt
honum er lítið safn, sem í eru mjög áhugaverðar mann- og líffræðideildir.
Sex
km frá miðborginni, í einbýlishúsahverfinu Beverly Hills, er hið
fagra *Taohof. Þaðan
ger fagurt útsýni yfir fjöllum girta borgina.
Þorpið
Guadalupe við borgarmörk Cebu er eins og einn stór blómagarður, þar
sem ræktaðar eru m.a. rósir, nellikkur og ávaxtatré, sem seld eru
í Cebu eða Manila.
Eyjan Mactan, sem tengd er Cebu með 864 m langri brú, er vinsæll
útivistarstaður. þar lét
Magellan lífið í refsingarherferð gegn innfæddum 27. apríl 1521. Honum var reistur minnisvarði, þar sem hann dó.
Rétt hjá er stytta af höfðingjanum, Lapu-Lapu, sem drap
Magellan.
*Sandstrendur
og hitabeltisgróður laða marga að.
Góðar strendur eru á eyjunni Santa Rosa og fjöldamörgum öðrum
óbyggðum eyjum.
Við
suðvesturströnd Cebu (u.þ.b. 75 km loftlínu frá Cebu-City) er kóralrifið
Moaboal, þar sem vinsælt er að kafa og skoða neðansjávarlífið.
Fljúgi
fólk frá Cebu til Mindanao, er eyjan Bohol á leiðinni.
Þar sjást súkkulaðihæðirnar, sem eru 80 m háir hólar, sem
eru grasi vaxnir og grasið er venjulega brúnt. |