Mindanao Filipseyjar,
Flag of Philippines


MINDANAO
FILIPSEYJAR
.

.

Utanríkisrnt.

 

Mindanao er 94.630 km², næststærst Filipseyja og syðst, ef undan eru skildar nokkrar smáeyjar, sem teygjast lengra til suðurs.  Mindanao hefur á margan hátt sérstöðu.  Loftslagið er hagstætt og hvirfil-vindabeltið liggur ekki yfir hana.  Útkoman dreifist yfir allt árið.  Í skógum fjalllendisins lifa enn þá þjóðflokkar, sem eru að mestu ómengaðir af siðmenningunni.  Flestir múslima Filipseyja (2 milljónir) búa á Mindanao.  Þeim finnst aðfluttir kristnir þrengja að sér og hafa undanfarna áratugi ráðist á þá og reynt með hryðjuverkum að brjótast til sjálfstæðis.  Þeir hafa stöðugt unnið á og aukið landvinninga sína.

Skoðunarferðir frá Cagayan de Oro (230 þ.) á norðurhluta Mindanao.  Borgin er í miðju ananashéraðs.  Landslag er fagurt meðfram ströndinni á leið til Illigan og nærri eru María-Cristina-fossarnir.

Zamboanga (350 þ.) er vestast á Mindanao og er einhver litríkasti og suðrænasti staður Filipseyja.  Blómaskrúð er mikið, enda þýðir nafn borgarinnar blómalandið.  Íbúarnir tala mállýzkuna chabacano, sem er 70% spænska, en fátt annað minnir á spænska fortíð, því að miklar skemmdir voru unnar á borginni í síðari heimsstyrjöldinni.  Virkið fort Pilar, sem byggt var 1565, er hið eina, sem enn þá stendur frá nýlendutímanum.  Nú er virkið notað sem herbúðir.

Skammt frá virkinu er Rio Hondo, múslimaþorp með staurahúsum, sem tengd eru með tréstigum.  sam a er að sjá í þorpinu Taluksangay, 19 km frá Zamboanga.

Í Zamboanga er athyglisvert að skoða skeljaframleiðsluna, *Barter Trade-markaðinn (innfluttar vörur, batík, silki frá Cotabato o.fl.), flóamarkaðinn (oft hægt að fá ekta Ming-leirvörur)

Davao (610 þ.) er á suðausturströndinni.  Borgin er 244 km².  Mikil hampvinnsla stendur undir góðum efnahag hennar.  Dagsferðir til *Mount Apo (2.954m), hæsta fjalls Filipseyja, perlu-búgarðsins Aguinaldo eða fiskræktarfyrirtækisins Bago Inigo.  *Pálmastrendur í grennd við borgina, t.d. Hvítaströnd og líka í grennd við Talomo.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM