Pinatubofjall er mjög
virkt eldfjall á miðri Luzoneyju á mörkum héraðanna Tarlac,
Zambales og Pampanga. Það
er u.þ.b. 90 km norðan Manilaborgar og 24 km austan Angeles.
Fram undir 1991 var Pinatubo talið óvirkt eldfjall vegna þess,
að það hafði ekki gosið í sex aldir a.m.k.
Í júli og júlí 1991 gaus fjallið nokkrum sinnum og spúði
miljónum tonna af ösku og eimyrju upp í 15 km hæð yfir jörðu.
Mikið af gosefnum dreifðist um efra veðrahvolfið og varð
vart víða um heim Næst
fjallinu urðu öskulögin rúmlega 3 m þykk.
Mikil hitabeltisúrkoma breytti öskunni í leðju og olli miklum
aurskriðum. Í lok ágúst 1991 var talið, að 550 manns hafi farizt af
völdum eldgosanna, rúmlega 650.000 manns misstu heimili sín og
100.000 hektarar ræktaðs lands var í auðn.
Enn gaus fjallið í ágúst 1992 og olli meira mann- og eignatjóni.
Eftir þessar náttúruhamfarir var fjallið 1760 m hátt. |