Laguna de Bay Filipseyjar,
Flag of Philippines


LAGUNA de BAY
FILIPSEYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

Flóalón (Laguna de Bay) er stöðuvatn á Luzoneyju, u.þ.b. 13 km suðaustan Manilaborgar.  Það er stærsta stöðuvatn Filipseyja, 48 km lant og 40 km breitt (344 km²).  Það er hálfmánalagað með tveimur mjóum nesjum.  Pasig-áin, sem rennur um Manilaborg á leið sinni til Manilaflóa, er aðalfrárennsli lónsins.  Það er þakið smáeyjum og hin stærsta, Talim, er þéttbýl.  Á suðurströnd þess eru nokkrar mikilvægar markaðsborgir.  Þær eru m.a. Santa Cruz, Calamba, Biñan, Santa Rosa og Los Baños, sem er setur Alþjóðlegu hrísgrjónarannsóknarstofnunarinnar.  Fiskveiðar eru mikilvægur atvinnuvegur á þessu svæði.  Fyrrum var lónið líklega hluti Manilaflóa.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM