Boracay
er hitabeltiseyja, u.þ.b. 315 km sunnan Manila og 2 km
norðvestan Panay-eyjar í Vestur-Visayas-eyjaklasanum. Þessi eyja
er einhvert vinsælasti ferðamannastaður Filipseyja. Hún er undir
héraðsstjórn Aklan. Boracay er u.þ.b. 7 km löng, breið í báða
enda og mjóst innan við 1 km. Heildarflatarmálið er 10,32
ferkílómetrar.
Aðalstrendur eyjarinnar eru Hvítaströnd og Bulabog-strönd. Þær
eru sín hvorum megin við mjóstu hluta eyjarinnar. Nokkrar fleiri
strendur eru á eyjunni.
|