boracay filipseyjar,
Flag of Philippines


BORACAY
FILIPSEYJAR
 

.

Utanríkisrnt.

 

 

Boracay er hitabeltiseyja, u.þ.b. 315 km sunnan Manila og 2 km norðvestan Panay-eyjar í Vestur-Visayas-eyjaklasanum.  Þessi eyja er einhvert vinsælasti ferðamannastaður Filipseyja.  Hún er undir héraðsstjórn Aklan.  Boracay er u.þ.b. 7 km löng, breið í báða enda og mjóst innan við 1 km.  Heildarflatarmálið er 10,32 ferkílómetrar.

Aðalstrendur eyjarinnar eru Hvítaströnd og Bulabog-strönd.  Þær eru sín hvorum megin við mjóstu hluta eyjarinnar.  Nokkrar fleiri strendur eru á eyjunni.

Image:Boracay sketch map.gif

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM