Nýja Írland Papúa Nýja Gínea,
Flag of Papua New Guinea


NÝJA  ÍRLAND
PAPÚA NÝJA GÍNEA
.

.

Utanríkisrnt.

Nýja-Írland er fremur stór eyja (8650 km²) norðaustan Papúa Nýju-Gíneu og er hluti Bismark eyjaklasans.  Skammt er milli hennar og mun stærri eyjar, Nýja-Bretlands.  Hæstu punktur þessarar fjöllóttu eyju er Lambelfjall (2150m).  Aðalbær hennar er Kavieng (íbúafj. 1980, 4633).  Árið 1616 kom hollenzki landkönnuðurinn Jakob le Maire til eyjarinnar.  Þjóðverjar réðu þar ríkjum á árunum 1884-1914 og þeir skírðu hana Nýja-Mecklenburg.

Síðan stjórnuðu Ástralar henni til 1975, þegar hún varð hluti af hinni nýsjálfstæðu Papúa Nýju-Gíneu.  Íbúafjöldinn árið 1990 var 87194.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM