Spratlyeyjar,
Booking.com


SPRATLY EYJAR

Map of Spratly Islands
.

.

Utanríkisrnt.

Spratlyeyjar er rifjaklasi í Suður-Kínahafi, miðleiðis milli Víetnam og Filipseyja, og nokkrar aðrar þjóðir gera tilkall til þeirra, þ.á.m. Kína og Tævan og Brunei stundar fiskveiðar við hinar syðstu.  Þessar þjóðir hafa komið fyrir herstöðvum og annarri byggð á 45 eyjanna.  Brunei hefur ekki gert opinberlegar kröfur til eignarhalds.  Eyjar og rif eru rúmlega 100 talsins og umhverfis þau eru góð fiskimið og líklega er gas og olía þar undir sjávarbortninum.  Stærst 12 smáeyja er Itu Aba (36 ha).  Spratly- eða Stormeyja er 275x450 m að stærð.  Skjaldbökur og sjófuglar eru einu íbúarnir.  Fyrir 1970 var mest áherzla lögð á hernaðarlega mikilvæga legu eyjanna.  Frakkar héldu þeim á árunum 1933-39.

Í síðari heimsstyrjöldinni lögðu Japanar eyjaklasann undir sig og byggðu þar kafbátastöð.  Eftir stríð sendu kínverjar setulið til Itu Aba, sem þjóðernissinnar tóku við, þegar þeir voru búnir að koma sér fyrir á Tævan.  Þegar Japanar gerðu kröfu til eyjanna 1951, gerðu Kínverjar, Tævanar og Víetnamar það einnig og Filipseyjar bættust í hópinn 1955.

Árið 1970 settust Víetnamar að á þremur eyjanna til að koma í veg fyrir kínverska hersetu þeirra.  Tævanskar herdeildir sátu áfram á Itu Aba.  Filipseyingar fluttu her til sjö hinna óbyggðu eyja, sem eftir voru og byggðu flugvöll 1976 á Pagasaeyju.

Í lok 20. aldar deildu Víetnamar, kínverjar, Tævanar, Malasíumenn (tóku Turumbu Layang-Layang-rifið 1983) og Filipseyingar um eyjarnar og byggðu kröfur sínar á veru sinni á eyjunum, nema kínverjar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM