Sambandsríki
Norður-Marianaeyja er eyjaklasi undir yfirráðum BNA austan Filipseyja
og sunnan Japans. Þetta
eru bæði kóral- og eldfjallaeyjar (16), sem eru 477 km² að flatarmáli,
ef Guam er undanskilin. Aðaleyjarnar
eru Saipan (122 km²), Tinian (101 km²) og Rota (83 km²).
Íbúarnir byggja afkomu sína á landbúnaði, smáiðnaði og
ferðaþjónustu. Aðalútflutningsafurðirnar
eru grænmeti, nauta- og svínakjöt.
Saipan er miðstöð stjónsýslunnar og þar er lífleg höfn og
millilandaflugvöllur. Áætlaður
íbúafjöldi eyjanna 1990 var 44.000.
Ferdinand
Magellan, portúgalski landkönnuðurinn, sá eyjarnar á leið sinni
heim til Spánar 1521. Þá
fengu þær nafnið Ladrones-eyjar (Þjófaeyjar).
Landnám hófst ekki fyrr en 1668, egar spænskir jesúítar komu
og gerðu kröfur til þeirra fyrir hönd Spánar.
Þeir nefndu eyjarnar Mariana-eyjar eftir Mariana af Austurríki,
sem var þá konungur Spánar. Árið
1898 létu Spánverjar BNA eyjuna Guam eftir og næsta ár keyptu Þjóðverjar
hinar eyjarnar af Spánverjum. Eftir
fyrri heimsstyrjöldina skipaði Þjóðabandalagið Japana yfirráðamenn
eyjanna fyrir sína hönd. Bandaríkin
lögðu þær undir sig í síðari heimsstyrjöldinni og árið 1947 urðu
þær hluti af verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna, sem BNA önnuðust.
Árið 1975 fengu Norður-Mariana-eyjar heimastjórn.
Árið 1986 lýsti Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, þær sjálfstætt
sambandsríki BNA og alla íbúana bandaríska ríkisborgara.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sleppti opinberlega af þeim
hendi 1990.
Íbúar Yap-eyja og
nokkurra útvarða Chuuk-eyjaklasans klæðast enn þá hefðbundnum
fatnaði (karlar bera lendaskýlu og konur strápils og litskrúðuga
batikklúta úr baðmull um mittið).
Flestir íbúarnir lifa sama lífi og forfeðurnir og stunda sjálfsþurftarbúskap
og fiskveiðar, framreiða matinn á sama hátt og hittast í samkomuhúsum
á hátíðum og til alls konar afþreyingar. Eyjaskeggjar nokkurra afskekktustu eyjanna hafa viðhaldið
þekkingu sinni á smíði eintrjáninga og siglingum. Þessi þekking var og er Evrópubúum undrunarefni.
Tréskurður byggðist upprunalega á gerð hluta til trúariðkana
en er nú orðin mikilvæg söluvara. Víða vefa konur lenda- og mittisklúta og prenta þá í skærum
litum. Húðflúr var
fyrrum notað til að tákna þjóðfélagsstöðu en er lítið stundað
nú. Þjóðdansar eru enn
þá vinsæl afþreying.
GUAM
er stærst hinna svonefndu Marianeyja í
Kyrrahafinu, 8132 km vestan San Francisco og 2412 km austan Manila á
Filipseyjum.
Flatarmálið er 549 km².
Íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b. 106 þúsund.
Höfuðstaðurinn er Agana.
Dedeo, Tamuning og Yigo eru mun stærri bæir.
SAIPANEYJA er hluti
Sambandsríkja Norður-Marianaeyja í Vestur-Kyrrahafi. Hún er næststærsta eyjan í klasanum, 122 km² að flatarmáli.
Aðalborgin,Tanapeg, er á vesturhluta eyjarinnar.
Aðalatvinnuvegurinn er ræktun sykurreyrs, kókoshnetna, kaffis
og ávaxta. Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 39 þúsund.
Í síðari heimsstyrjöldinni tóku Bandaríkjamenn eyjuna og hún
var notuð sem miðstöð árása á Japanseyjar.
Eftir stríðið, til 1986, var hún hluti verndarsvæðis
Sameinuðu þjóðanna.
TINIANEYJA er hluti Sambandsríkis Norður-Marianaeyja í
Vestur-Kyrrahafi, áður undir stjórn BNA (1947-86) fyrir hönd Sameinuðu
þjóðanna. Japanar réðu
eyjunni á árunum 1919-44 samkvæmt úrskurði Þjóðabandalagsins en
áður höfðu Þjóðverjar ráðið henni.
Tinian er kóraleyja, u.þ.b. 16 km löng og rúmlega 6 km breið.
Hún er kunn fyrir stórar hjarðir villtra nautgripa og fornar rústir
hlaðinna og stífðra pýramída í tveimur röðum.
Áætlaður íbúafjöldi eyjarinnar 1990 var rúmlega 2 þúsund.
Eftir fyrri heimsstyrjöldina byggðu Japanar einhver mestu
varnarmannvirki sín á henni. Í
síðari heimsstyrjöldinni réðust Bandaríkjamenn á eyjuna (23. júlí
1944) og náðu henni á sitt vald á vikutíma.
Þeir byggðu þar stóran flugvöll til árása á Japan. |