Guam eyja BNA USA,
Flag of Guam

Flag of United States


GUAM
BNA

Map of Guam
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

GUAMSuðurhafseyjan Guam er stærst hinna svonefndu Marianaeyja í Kyrrahafinu, 8132 km vestan San Francisco og 2412 km austan Manila á Filipseyjum.  Flatarmálið er 549 km².  Íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b. 106 þúsund.  Höfuðstaðurinn er Agana.  Dedeo, Tamuning og Yigo eru mun stærri bæir.

Árið 1521 uppgötvaðir portgalski sæfarinn Fernão de Magalhães eyjaklasann, sem Spánverjar lögðu síðan undir sig árið 1565.  Árið 1898 urðu Spánverjar að láta BNA Guam eftir og árið eftir seldu þeir Þjóðverjum hinar eyjarnar.  Japanar fengu þær sem verndarsvæði árið 1920.  Japanar hersátu Guam í síðari heimsstyrjöldinni (1941-44). 

Eftir stríðið byggðu Bandaríkjamenn þar mikilvæga herstöð fyrir sjó- og flugherinn.  Íbúar eyjarinnar eru blanda frumbyggjanna (chamorro), Spánverja og Filipseyinga.  Þeir eru bandarískir ríkisborgarar en hafa þó ekki kosningarétt í forsetakosningum.  Norðurhluti eyjarinnar er flatlent regnskógasvæði og suðurhlutinn er hæðóttur.  Hitabeltisloftslagið er þægilegt.  Meðalárshiti er nálægt 27°C.  Flestar neyzluvörur eru innfluttar.  Eyjan hefur sömu stöðu og Puerto Rico, Bandarísku Jómfrúareyjar og Bandarísku Samóaeyjar sem verndarsvæði með heimastjórn.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM