Landið
er í Eyjaálfu, í Suðvestur-Kyrrahafi, og er ekki talin til Asíulanda.
Næsta nágrannaríki er Indónesía (Irian Jaya-hérað).
Heildarflatarmál landsins er 461.691 km².
Landið
nær yfir austurhluta eyjarinnar Nýju-Gíneu, Bismarkeyjar
(Nýja-Bretland, Nýja-Írland, Nýja-Hannover), Aðmírálseyjar (Manus
o.fl.), D'Entrecasteaux eyjar, Louisiade-eyjar, St. Matthiaseyjar (Mussau
o.fl.), Woodlark- og Trobriandeyjar og norðurhluta Salómonseyja, Bougainville og Buka. Auk
þessara eyja eru óteljandi smáeyjar, kóralrif og sker. Á Nýju-Gíneu er miðfjalllendi.
Norðan þess eru Sepikdalirnir og strandfjöllin. Sunnan til er láglendi með fenjum og vötnum.
Aðrar eyjar eru að mestu fjalllendar.
Loftslag:
Hitabeltisloftslag með jöfnum hita allt árið og mikilli úrkomu.
Íbúarnir: Langflestir
íbúarnir eru Papúar (u.þ.b. 750 þjóðflokkar), malæjar ,
melanesar og hópar pólínesa. Þar að
auki eru litlir hópar Evrópumanna og kínverja. Heildaríbúafjöldinn
var 5,2
milljónir árið 2000. Þeim fjölgar um 2,1% á ári.
Lífslíkur voru rúmlega 50 ár.
Ólæsi var u.þ.b. 70%.
Vinnuaflið er 2 milljónir og þar af starfa 80% í landbúnaði. Rúmlega
50% íbúanna eru kristin.
Anda-, náttúru- og skurðgoðatrú er algeng meðal
frumbyggjanna. Enska
er opinbert mál.
Alþýðumálin eru Tok Pisin (nýmalæísk pidginenska) og Hiri Motu
(lögreglu-motu).
Frumbyggjarnir, Papúar, tala rúmlega 700 mállýzkur.
Kínverska er töluð í minnihlutahópi. Papúa,
Nýja-Gínea er sjálfstætt ríki síðan 16. september 1975.
Þingbundin konungstjórn. Þingið
starfar
í einni deild.
Þjóðhöfðinginn er konungur eða
drottning Breta.
Fulltrúi hennar í landinu er landstjórinn. Landið er aðili að S.þ. og ýmsum stofnunum þeirra, Brezka samveldinu og unnið er að inngöngu í ASEAN.
Stjórnsýsla: Landinu
er skipt í 19 héruð.
Borgir:
Höfuðborgin er Port Moresby.
Aðrar aðalborgir eru:
Lae, Madang, Wewak, Goroka og
Rabaul. |