Bougainville
er nokkuð stór eyja (8370 km²) í Papúa Nýju-Gíneu. Hún er stærst Salómonseyja og ásamt Bukaeyju myndar hún
héraðið Norður-Salómonseyjar.
Eyjan er fjöllótt og skógi vaxin og hæsti punktur hennar er
eldfjallið Balbi (3110m). Stærsti
bær hennar er Arawa (14.900 íb. 1984).
Íbúafjöldi héraðsins 1990 var 159.500.
Um aðalhöfnina í Kieta er mikið flutt út af kakói, kókoskjörnum
og kopar.
Franski
landkönnuðurinn Louis Antoine de Bougainville kannaði eyjuna 1768 og
var
nefnd eftir honum síðar. Þjóðverjar
og síðar Ástralar réðu þar ríkjum. Japanar hersátu hana frá því í marz 1942 til febrúar
1943. Árið 1947 tóku Ástralar
við henni sem verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna.
Árið
1975 varð hún hluti hins sjálfstæða ríkis Papúa Nýja-Gínea.
Mynd: Bagana-eldfjallið. |