Nýja Bretland Papúa Nýja Gínea,
Flag of Papua New Guinea


NÝJA BRETLAND
PAPÚA NÝJA GÍNEA
.

.

Utanríkisrnt.

Nýja-Bretland er stór eyja austan Papúa-Nýju-Gíneu (36.520 km²) og stærst Bismarck-Eyja í Salómonshafi.  Aðalborg hennar og höfn er Rabaul (íbúafj. 1990 = 17.022).  Íbúafjöldi eyjunnar árið 1990 var 311.955.  Helztu framleiðsluvörur eyjarskeggja eru kókoskjarnar, kakó og trjáviður.  Hæsta fjall eyjarinnar, Sinewit, rís upp í 2.438 m hæð yfir sjó og nokkur eldfjöll eru virk.  Willia Dampier, enskur landkönnuður, nefndi eyjuna árið 1700.

Á yfirráðatíma Þjóðverja frá 1884 fram að fyrri heimsstyrjöldinni var eyjan kölluð Nýja-Pommern.  Á árunum 1920-75 var hún undir stjórn Ástrala, þó að undanskildum árunum 1942-45, þegar Japanar hersátu hana.  Árið 1994 voru u.þ.b. 90.000 íbúar eyjarinnar fluttir á brott, þegar eldfjall í grennd við Rabaul gaus með mestu náttúruhamförum í sögu hennar.  Jarðskjálftar, öskufall og flóðbylgjur ollu gífurlegu tjóni.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM