Papúa Nýja Gínea meira,
Flag of Papua New Guinea

SKOÐUNARVERT SAGAN FERÐALEIÐIR og 
SAMGÖNGUR
GISTING o. fl.

PAPÚA NÝJA GÍNEA
MEIRA

Map of Papua New Guinea
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Meginhluti landsins er austurhluti eyjarinnar Nýju-Gíneu.  Vesturhlutinn tilheyrir Indónesíu og heitir Irian Jaya (Vestur-Jaya).  Eyjan er önnur stærsta eyja jarðar (Grænland stærst).  Papúa, Nýja-Gínea nær líka yfir smáeyjar og eyjaklasa norðaustan og austan Nýju-Gíneu.

Landið nær yfir svæðið á milli 02°S og 12°S og 141°A og 155°A.  Heildarflatarmálið er 461.691 km².  Næstu nágrannar eru Indónesía, Ástralía, eyríkið Salomonseyjar og kórallaeyjar sambandslýðveldisins Míkrónesíu.  Torressundið, sem tengir Arafurahaf og Kórallahaf, er 150 km breitt á milli Nýju-Gíneu og Ástralíu.  Strangt tekið tilheyrir Nýja-Gínea ekki Asíu, fremur  Óseaníu, eyjaklasa Suður-Kyrrahafsins.

Landslag Nýju-Gíneu skiptist í höfuðdráttum í þrennt.  Frá norðvestri til suðausturs er hið rúmlega 4000 m háa Miðhálendi (Mount Wilhelm, 4509m; í Bismarkfjöllum).  Árdalir Sepakárinnar skilja það að frá lægri strandfjöllum í norðri.  Að sunnanverðu, milli Miðhálendisins og strandar Papúaflóa er mikið láglendi, sums staðar mjög mýrlent.

Á Miðhálendinu mætast tveir rekflekar jarðskorpunnar, sem valda stöðugum jarðskjálftum og miklum eldgosum.  Stórgos urðu árin 1994 og 1951.

Loftslagið er sírakt og jafnheitt hitabeltisloftslag (26-29°C).  Það er úrkomusamt allt árið, en minnst á tímabilinu júní til september.  Suðurhluti Nýju-Gíneu er undantekning.  Á veturna ríkir suðaustanstaðvindurinn á suðurströndinni, þannig að sumarið (maí til okt.) er þurrkatími þar.

Hitabeltisgróður þrífst mæta vel í þessu heitraka loftslagi og 80% landsins eru skógi þakin.   Ofan regnskóganna tekur við laufskógabelti og þokuskógar þar fyrir ofan og ofar 4000 m hæð eru engjar og heiðalönd.  Í suðurhlutanum eru stórar steppur, sem mannshöndin hefur skapað um aldir með því að ryðja skóg.

Dýrategundir í Papúa falla undir skilgreininguna „Ástralis”.  Meðal þeirra eru ýmiss konar pungdýr og spendýr, sem verpa eggjum.  Meðal fuglategunda er einkennisdýr Papúa, paradísarfuglinn, og hinn ófleygi kasúar.

Papúa er meðal strjálbýlustu svæða jarðar.  Íbúafjöldinn á þessu 462.000 km² svæði er aðeins 3,7 milljónir.  Flestir íbúanna búa með ströndum fram, þannig að þar búa fleiri á hverjum km² en meðaltalið segir til um. Síðastliðna tvo áratugi (1995) hefur íbúunum fjölgað um nærri 40%.

Langflestir íbúanna eru Papúar, sem skiptast í 750 menningar- og kynþáttalega þjóðflokka.  Dökkur húðlitur og hrokkið hár er þeim öllum þó sameiginlegt (hrokkið hár er 'papuwa' á malæísku).  Á suður og norðvesturströndunum eru malæískir þjóðflokkar, á norðurströndinni melanesískir og á austurströndinni pólínesískir.  Auk þessara þjóðflokka búa u.þ.b. 30.000 hvítir menn í landinu (flestir ástralskir) og kínverskur minnihlutahópur.  Hausaveiðar og mannát var stundað fram á fjórða áratug 20. aldar en síðan hefur fólki verið refsað harðlega fyrir slíka hegðun.

Enska er opinbert- og skólamál en almennt talar fólk tok pisin, sem er nýmelanesísk útgáfa af pidgin-ensku, eða hiri motu, lögreglu-motu.  Flestir hinna mörgu ættbálka og kynþáttaPapúa tala eigin tungur (rúmlega 700) og mállýzkur (rúmlega 300), sem eru mjög ólíkar.

Rúmlega helmingur íbúanna játar kristna trú (33% mótmælendur og 18% katólskir).  Aðrir íbúar eru náttúrutrúar (andatrú, skurðgoðadýrkun).  Meðal nokkurra flokka Papúa er hin svonefnda „cargo-trú” útbreidd.  Innihald þessara „trúarbragða” er loforðið um, að fólk öðlist alls konar gæði þessa heims og gæfu, sem komi af hafi með skipum.  Menntakerfið í landinu er enn þá í uppbyggingu.  Þrátt fyrir tilraunir yfirvalda til að draga íbúana í skóla, eru enn þá 70% þeirra ólæsir.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM