Flugleiðir
Langoftast
kemur fólk loftleiðina til Papúa Nýju-Gíneu. Jackson's
International Airport er 8 km norðaustan Port Moresby.
Air Niugini flýgur á milli margra flugvalla á Kyrrahafssvæðinu
og í Evrópu. Krafizt er flugvallarskatts við brottflug frá landinu.
Sjóleiðir
Aðalhafnarborgir
landsins eru Lea og Rabaul. Engin
önnur farþegaskip sigla til landsins önnur en skemmtiferðaskip.
Landleiðir
Það
er engin leið að komast landleiðina til Papúa Nýju-Gíneu.
Það eru hvorki vegir né járnbrautir á milli landsins og
Irian Jaya.
FERÐIR INNANLANDS
Flugleiðir
Flugsamgöngur
eru mjög mikilvægar vegna hins lélega vegakerfis og járnbrautaleysisins. Eina leiðin til að komast langar leiðir er með flugi.
Auk Air Niugini annast mörg flugfélög þjónustu við ferðamenn,
s.s. Talair (Tourist Airlines of Niugini) og önnur lítil flugfélög,
sem bjóða flug um allt land í litlum flugvélum.
Fargjöld eru tiltölulega há.
Rútur
Rútur
eru reknar á þéttbýlissvæðum og á þjóðveginum yfir Miðhá-lendið,
sem tengir hafnarborgina Lae, Kainantu, Goroka, Mount Hagen og Wabak.
Leigubílar
Í
hinum stærri borgum landsins eru leigubílar.
Flestir eru búnir gjaldmælum.
Almenningsvagnar (Public Motor Vehicles; PMV) eru óþægileg en
ódýr farartæki, pallbílar með seglyfirbreiðslu.
Bílaleigur
Bezt
er að halda sig innan þéttbýlissvæða í bílaleigubílum.
Vegakerfið á landsbyggðinni krefst mikillar aðgætni og
fyrirhyggju. Það er nánast
ófært á regntímanum og benzínstöðvar eru fáar og strjálar.
Það er nauðsynlegt að hafa kaskótryggingu með í kaupunum,
leigi fólk sér bíl, og verði slys á fólki, þarf að hafa samband
við næstu lögreglustöð. Stundum
kemur til lífshættulegra deilna við innfædda bílstjóra.
Alþjóðlegar
bílaleigur
Avis.
Aðalskrifstofan er á Jackson's-flugvelli, P.O.Box 1533, Port Moresby.
Sími 25 82 99. Útibú
eru í Goroka, Kavieng, Kieta, Kimbe, Lae, Madang, Mount Hagen, Port
Moresby, Rabaul og Wewak.
Budget. Aðalskrifstofan er á Gateway hótelinu við Jackson's-flugvöll,
Port Moresby. Sími 25 45
14. Útbú eru í Goroka,
Hoskins, Kainantu, Kavieng, Kieta, Kiunga, Lae, Madang, Mount Hagen,
Port Moresby, Rabaul og Wewak.
Aðrar
bílaleigur eru Reliance og Kodama.
Skipulagðar
hópferðir
Skipulögðum
hópferðum fjölgar stöðugt. Aðalskipuleggjendur
eru: Melanesian Tourist
Services (P.O.Box 707, Madang); 'Trans Niugini Tours' (P.O.Box 7186,
Boroko, Port Moresby); Tropical Driving Adventures (Köfun; P.O.Box
1644, Boroko, Port Moresby).
Siglingar
Mörg
flutningaskip sigla milli hafna landsins.
Mörg þeirra taka líka farþega.
Ferðir með slíkum skipum eru svolítið tímafrekar og óþægilegar,
en geta verið mjög ævintýralegar og stundum er komið við á minni
eyjum og kóralrifum á leiðinni.
Hafa
verður í huga, að mjög mörg skip og bátar í Suðurhöfum eru
hreinar
„dauðafleytur”,
svo að ekki er ráðlegt að sigla með hvaða dalli sem er. |