Port
Moresby
er höfuðborgin og aðalviðskiptamiðstöð landsins. Hún var skírð eftir enska skipstjóranum John Moresby, sem
lenti þar árið 1873. Borgin
er á miðri suðurströnd Nýju-Gíneu.
Gamli borgarhlutinn ('Town' eða 'City') er á eyri við höfnina
(*sædýrasafn við Ela-ströndina).
Norðan hans er Konedugu-hverfið, þar sem stjórn landsins hafði
setur fyrrum. Nýir
borgarhlutar teygjast alla leið til norðausturs að flugvellinum og
stjórn-sýslubyggingar eru í nýjum og grænum borgarhluta, Waigani.
Þar er þinghús-ið, bústaður forsætisráðherrans, *Þjóðminjasafnið
og Þjóðarbókhlaðan. Enn
norðar er háskólinn (stofnaður 1966) og grasagarðurinn (National
Capital Botanical Gardens; athyglisverður orkideugarður).
Hús Papúanna við strönd-ina í útjaðri borgarinnar eru
flest á staurum.
Handan
flugvallarins liggur Sogerivegurinn til austurs til *Moitaka dýragarðsins (Moitaka Wildlife Sanctuary). Þar
eru dýrin frjáls á afgirtum svæðum og skemmtilegur krókódílagarður
(opinn síðdegis á föstudögum fyrir gesti).
*Varitata þjóðgarðurinn er róleg og skemmtileg
hitabeltisvin, þar sem fjölskyldur og annað fólk eyðir gjarnan
heilu dögunum í ósnortnum regnskóginum.
Sjóbaðseyjan og sólskinsparadísin Loloata (ferjur) er í
nokkurra mínútna fjarlægð suðaustan Port Moresby.
Lae
(65.000 íb.) er héraðshöfuðborg í Morobe og önnur mikilvægasta
borg landsins. Hún er 350
km norðan Port Moresby við skjólsælan fjörð í Huon-flóa
(Bismarkshaf). Markhamáin
rennur til sjávar skammt frá borginni.
Verzlun og smáiðnaður og iðandi líf við höfnina.
Hálendisvegurinn,
eini langi þjóðvegur landsins, liggur frá borginni um frjósaman dal
Markham-árinnar til Goroka
(19.000 íb.), sem er stjórnarsetur Eastern Highlandshéraðsins.
Hún er í miðju kaffiræktarhéraði og er gott aðsetur fyrir
þá, sem hyggjast kynna sér Miðhálendið betur.
McCarthysafnið er góður byrjunarstaður fyrir þá, sem vilja
kynna sér menningu þessa landsvæðis.
Rútur
og litlar flugvélar flytja fólk og varning milli Goroka og
Hagen-fjalls, þar sem enn þá eimir eftir af frumbýlingshættinum, og
þaðan er hægt um vik að komast sunnar á Miðhálendinu. *Hálendisvíðátturnar
bjóða Evrópumönnum þægilegt loftslag, stórkostlegt útsýni og tækifæri
til að hitta innfædda á tiltölulega afskekktum stöðum.
Einkum er mælt með ferð til *Baiyer River Wildlife &
Bird of Paradise Sanctuary, sem er náttúruverndarsvæði við
Baiyerána (frumstæð gisting). Þar
er hægt að finna og sjá flestar dýrategundir (m.a. paradísarfugla)
landsins.
Gestir,
sem hafa nægan tíma, ættu að hyggja að ferðalagi til
Madang
(25.000 íb.). Bærinn er
á mjög fallegum stað á skaga í Astrolabe-flóa.
Þaðan er mælt með ferðum til eyjanna úti fyrir ströndinni
í norðri.
Þótt
heimsóknir til Bismarkeyja, Bougainvilleeyjar eða eyjanna í Milneflóa
fyrir suðausturodda Nýju-Gíneu séu ekki tímans virði, verður að
mæla með siglingum um hin undurfögru
*Suðurhöf. |