SriLanka er suðaustan suðurodda Indlands í Indlandshafi.
Nágrannaríkið er Indland.Milli þess og Sri Lanka er Palksundið (Adamssund).
Heildarflatarmál landsins er 65.610 km².
Náttúrufar:
Umhverfis aðaleyjuna, Ceylon, er fjöldi smáeyja, sem tilheyra
Sri Lanka. Á miðri sunnanverðri aðaleyjunni er fjalllendi með láglendi
á allar hliðar. Norðurhlutinn
er láglendur.Með ströndum fram eru lón, vötn og rif.
Loftslag:
Monsúnhitabeltisloftslag. Mesta
úrkoman er á sumrin og mest rignir á eyjunni suðvestanverðri.
Hitastig er hátt og loftraki er mikill.
Oft er smásvala að finna niðri á láglendinu og við ströndina.
Íbúarnir:
Íbúarnir nefna sig einu nafni Srilanka. Flestir
þeirra eru singalesar (74%) og tamílar
(18%; bæði Ceylontamílar og indverskir tamílar). Márar,
burgar og malæjar eru í minnihluta.
Heildaríbúafjöldi er u.þ.b. 19 milljónir
(2003) eða 265 manns á km².
Fjölgunin er 1,7% að meðaltali á ári.
Ólæsi er u.þ.b. 10% og lífslíkur 69 ár. Vinnuaflið
er u.þ.b. 6 milljónir, þar af rúmlega 50%
í landbúnaði.
Trúarbrögð:
Búddatrú aðhyllast u.þ.b. 70% þjóðarinnar.
Hindúar eru 14% og múslimar eru í miklum minnihluta.
Tungumál:
Aðaltungurnar eru singaleska og tamílska.
Enska er útbreiddust erlendra tungumála.
Ríkið:
Sjálfstæðisyfirlýsing 4. febrúar 1948. Landið er lýðveldi
með forseta sem þjóðhöfðingja síðan 1978.
Löggjafarþingið starfar í einni deild.
Sri
Lanka er aðili að S.þ. og ýmsum sérstofnunum þeirra, Brezka
samveldinu,
Colomboáætluninni og SARC.
Landið
hefur sótt um aðild að ASEAN.
Landið
skiptist í 9 stjórnsýsluhéruð og 24 sýslur.
Borgir:
Höfuðborgin er Colombo.
Aðalstjórnsetur landsins er í Sri Jayewardenepurahverfinu í útjarði
borgarinnar. Aðrar stórar borgir: Dehiwala-Mount
Livinia, Moratuwa, Jaffna og Kandy. |