NB. Vegna
stöðugrar hættu á hryðjuverkum tamílskra öfgamanna og árása á
farartæki og bæi, hefur ferðamönnum verið bannað að ferðast um þessa
landshluta um hríð!
Í ágúst 2002 var samið vopnahlé milli stríðandi aðila og miklar
vonir bundnar við samninga í framhaldi af því. Enn þá (2007) eru
þessi svæði mjög varasöm.
Á
austurströndinni eru baðstrendur, sem gefa vesturströndinni ekkert
eftir. Sé ólgusjór að vestanverðu er oftast sléttur sjór að
austanverðu. Í
Trincomalee (50.000 íb.) er verið að byggja upp ferðaþjónustu
og fríhöfn, en þar er einhver bezta, náttúrulega höfn heims.
Batticaloa
er við lón við ströndina suðaustan Trincomalee og er þekkt fyrir
fyrirbærið „syngjandi fiska”, sem hefur ekki verið skýrt vísindalega.
Við mánaskin um nætur og sléttan sjó er með heppni hægt að
heyra mjúka tóna innan einnar áttundar.
Gal-Oya-þjóðgarðurinn
suðvestan Batticaola var lokaður ferðamönnum um hríð.
Þar eru nokkrar þeirra dýrategunda, sem hefur verið útrýmt
annars staðar á eyjunni, fílar, hlébarðar, rusahirtir og
varabirnir.
Yzt
í hinum þurra norðurhluta landsins teygist hinn lónum þakti
Jaffnaskagi til hafs. Þar
er borgin Jaffna (130.000 íb.),
þar sem meirihluti íbúanna er tamílar.
Tamílarnir berjast fyrir sjálfstjórn eða að verða hluti af
Indlandi. Nokkrar byggingar
frá nýlendutímum Hollendinga og Portúgala standa enn þá, þ.á.m. *virkið
(Forngripasafnið veitir leyfi til skoðunar), sem Portúgalar byggðu
á hernaðarlega mikilvægum stað við lón.
Forngripir, sem hafa verið grafnir upp á skaganum, eru til sýnis
í *Forngripasafninu við Aðalstræti.
Twynam safnið er í sama húsi (þjóðminjasafn).
Umhverfis borgina eru stór svæði vaxin palmyrpálmum, sem eru
m.a. notaðir til toddýgerðar
*Kandaswamy-hofið,
sem er vígt herguðnum Skanda, er 4 km austan virkisins við bæinn
Nallur. Það var byggt á
18. öld og stækkað árið 1902 (suðurindverskur stíll). |