Yap eyjaklasinn Míkrónesía,


YAP
MÍKRÓNESÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Yap er klasi kórarhringeyja í Bandaríkjum Míkrónesíu og hluti Karólíuneyja í Vestur-Kyrrahafi.  Aðaleyjarnar eru fjórar, 101 km² að flatarmáli, í lóninu innan kóralrifsins.  Þessar eldfjallaeyjar eru fjalllendar og skógi vaxnar.  Aðalatvinna íbúanna er landbúnaður og fiskveiðar og kópra er aðalútflutningsafurðin.  Hefðbundinn gjaldmiðill var stórar steinskífur með gati í miðju en nú er Bandaríkjadalur notaður.  Margar gamlar minjar minna á eldri búsetu.  Aðalbyggðin er Colonia (áætl. Íbúafj. 1989 var 3500).

Líkt og aðrar eyjar byggðar Pólýnesum var Yap fyrst byggð á 14. öld.  Spánverjar komu fyrstir auga á eyjuna 1791 og eyjan var í eigu Spánverja til 1899, þegar Þjóðverjar keyptu hana.  Japanar tóku við yfirráðunum 1914 og 1919 héldu þeir áfram að stjórna þeim fyrir hönd Þjóðabandalagsins.  Þar voru herstöðvar sjó- og flughers Japana í síðari heimsstyrjöldinni.  Árið 1947 varð eyjaklasinn ásamt Karólínueyjum verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna undir stjórn BNA.  Árið 1979 urðu þær hluti nýstofnaðs Bandalags Míkrónesíu.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM