Kóralhafseyjar Ástralía,
Flag of Australia


KÓRALHAFSEYJAR
ÁSTRALÍA

Map of Coral Sea Islands
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

KÓRALHAFSEYJAR eru eyjaklasi undir yfirráðum Ástrala austan Queensland í Ástralíu í Suður-Kyrrahafi.  Hann nær yfir 1.035.995 km² svæði en flatarmál þurrlendisins er aðeins nokkrir ferkílómetrar.  Þetta eru dreifð kóral- og sandrif með miklu fuglageri.  James Cook, skipstjóri, kannaði hluta þessa svæðis 1770 og gúanó var numið þar seint á 19. öld.  Kunnustu eyjarnar eru Cato og Chilcott í Coringa-klasanum, Willis-eyjaklasinn, Fuglaeyja og Vestureyja, sem eru hluti Flakrifsins.  Meðal annarra eyja eru Herald Beacon-eyja (Mellish-rif), Frederick-rif, Pocklington-rif, Bougainville-rif og Lihou-rif.  Ástralar lýstu yfirráðum sínum á þessu svæði 1969 í samræmi við login um Kóralhafseyjar.  Eyjarnar eru óbyggðar, ef undan er skilin mönnuð veðurathugunarstöð í Willis-eyjaklasanum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM