Asía Kyrrahaf helstu eldfjöll,
Booking.com


HELZTU ELDFJOLL ASÍU og KYRRAHAFS
.

.

Utanríkisrnt.

Klyuchevskaya á Kamsjatkaskaga í Rússlandi, 4750 m.  Fyrsta skráða gos 1697.  Hæst  22 eldfjalla á skaganum.

Mauna Kea á Hawaii í BNA, 4205 m.  Venjulega ber fjallið hvíta snjóhettu og hefur verið óvirkt lengi.  Það er 9750 m hátt frá hafsbotni, sem gerir eyjuna að hæstu eyju heims frá grunni.

Mauna Loa á Hawaii í BNA, 4169 m.  Fyrsta skráða gos 1750.  Eldfjallið er hluti stærsta einstæða fjalls heims.  Árið 1984 náði gosmökkur þess 11 km hæð og hraunin þöktu 47 km².

Kerinci á Súmötru í Indónesíu, 3800 m.  Fyrsta skráða gos 1838.

Fuji á Honshu í Japan, 3776 m.  Fyrsta skráða gos 781.  Hæsta fjall Japans, sem var, er og verður listamönnum að yrkisefni.

Rinjani á Lombok í Indónesíu, 3726 m.  Fyrsta skráða gos 1847.

Tolbachik á Kamsjatkaskaga í Rússlandi, 3682 m.  Fyrsta skráða gos 1740.

Semeru á Jövu í Indónesíu, 3676 m.  Fyrsta skráða gos 1818.

Ichinskava á Kamsjatkaskaga í Rússlandi, 3621.  Engin skráð gos.

Kronotskava á Kamsjatkaskaga í Rússlandi, 3528 m.  Fyrsta skráða gos 1922.

Korvakskaya á Kamsjatskaskaga í Rússlandi, 3456 m.  Fyrsta skráða gos 1895.

Slamet á Jövu í Indónesíu, 3428 m.  Fyrsta skráða gos 1772.  Rúmlega 30 gos hafa verið skráð síðan.

Raung á Jövu í Indónesíu, 3332 m.  Fyrsta skráða gos 1586.  Árin 1638 og 1730 fórust u.þ.b. 3000 manns í eldgosum.

Shiveluch á Kamsjatkaskaga í Rússlandi, 3283 m.  Fyrsta skráða gos 1793.

Dempo á Súmötru í Indónesíu, 3159 m.  Fyrsta skráða gos 1817.

Sundoro á Jövu í Indónesíu, 3151 m.  Fyrsta skráða gos 1806.

Ciremay á Jövu í Indónesíu, 3078 m.  Fyrsta skráða gos 1698.

Ontake á Honshu í Japan, 3063 m.  Fyrsta skráða gos 1979.

Papandavan á Jövu í Indónesíu, 2987 m.  Fyrsta skráða gos 1772.

Cede á Jövu í Indónesíu, 2958 m.  Fyrsta skráða gos 1747.  Síðan hefur fjallið gosið rúmlega 20 sinnum.

Zhupanovsky á Kamsjatkaskaga í Rússlandi, 2958 m.  Fyrsta skráða gos 1776.

Apo á Mindanao á Filipseyjum, 2954 m.  Ekkert gos skráð.

Merapi á Jövu í Indónesíu, 2911 m.  Fyrsta skráða gos 1006.  Síðan hafa a.m.k. 55 gos verið skráð.

Bezymianny á Kamsjatkaskaga í Rússlandi, 2900 m.  Fyrsta skráða gos 1955.  Árið 1956 varð gífurlega öflugt gos.  Öskufall var mikið, 50 sem í 10 km fjarlægð og í 29 km fjarlægð 28 sm.  Aurflóð runnu allt að 80 km frá fjallinu.

Marapi á Súmötru í Indónesíu, 2891 m.   Fyrsta skráða gos 1770 og a.m.k. 50 hafa verið skráð síðan.

Tanbora á Sumbawa í Indónesíu, 2850 m.  Fyrsta skráða gos 1812.  Flóðbylgja í tengslum við gosið 1815 drap 56.000 manns.

Ruapehu á Norðurey Nýja-Sjálands, 2797 m.  Fyrsta skráða gos 1861.

PeueSague á Súmötru í Indónesíu, 2780 m.  Fyrsta skráða gos 1918.

Avachinskaya á Kamsjatkaskaga í Rússlandi, 2751 m.  Fyrsta skráða gos 1737. 

Balbi í Bougainville á Papúa Nýju-Gíneu, 2743 m.  Ekkert skráð gos á síðari tímum.

Mayon á Luzon á Filipseyjum, 2421 m.  Fyrsta skráða gos 1616.

Alaid á Kúrileyjum í Rússlandi, 2335 m.  Fyrsta skráða gos 1790.

Ulawun í Nýja-Bretlandi í Papúa Nýju-Gíneu, 2296 m.  Fyrsta skráða gos 1700.

Lamington í Nýju-Gíneu á Papúa Nýju-Gíneu, 1780 m.  Fyrsta skráða gos 1951.  Það drap 3000 manns.

Kelut á Jövu í Indónesíu, 1731 m.  Fyrsta skráða gos 1000.  Árið 1586 fórust 10.000 manns og 1919 5000 manns.

Pinatubo á Luzon á Filipseyjum, 1460 m.  Fyrsta skráða gos 1380.  Líklega framleiddi fjallið meiri ösku en nokkuð annað eldfjall á 20. öldinni í gosinu 1991.

Lopevi á Vanuatu, 1364 m.  Fyrsta skráða gos 1864.

Unzen á Kyushu í Japan, 1360 m.  Fyrsta skráða gos 860.  Rúmlega 10.000 fórust í gosinu 1792.

Awa á Pulau Sangihe í Indónesíu, 1320 m.  Fyrsta skráða gos 1640.  3200 fórust 1711 og 2800 árið 1856.

Kilauea á Hawaii, BNA, 1243 m.  Fyrsta skráða gos 1750.  Hraunstraumurinn í gosinu 1982 rann til hafs í 48 km fjarlægð.

Krakatá á Krakatá í Indónesíu, 813 m.  Fyrsta skráða gos 1680.  Gosið 1883 var eitthvert hið mesta á sögulegum tíma.  Röð sprenginga heyrðust víða og hin öflugasta í 4670 km fjarlægð.  Flest hinna 36.000 fórnarlamba sprenginganna fórust í gífurlegum flóðbylgjum á Jövu og Súmötru.

Suwanose-jima á Ryukyueyjum í Japan, 799 m.  Fyrsta skráða gos 1813.

Taal á Luzon á Filipseyjum, 400 m.  Fyrsta skráða gos 1572.  Fórnarlömb gossins 1905 voru 1500 og 1911 fórust 1300.  Flóðbylgja á Taalvatni umhverfis eldfjallið drekkti mörgum fiskimönnum árið 1965.

Mynd:  Fuji, Japan.

SPRENGISANDUR
Ódáðahraun

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM