Nýja Kaledónía Frakkland,
France Flag

      Meira

NÝJA KALEDÓNÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Nýja-Kaledónía og nærliggjandi smáeyjar eru franskt yfirráðasvæði í Kyrrahafi suðvestanverðu, austan Ástralíu.  Svæðið nær yfir Loyaltyejar (austan NK), Furueyju (Isle of Pines; sv NK), Chesterfieldeyjar (vestan NK) og Huoneyjar (nv NK).  Heildarflatarmál yfrráðasvæðisins er 19.048 km² og u.þ.b. 43% íbúanna eru melanesar (kanak), 37% Evrópumenn (aðallega Frakkar; caldoches) og fáir Víetnamar, pólýnesar og indónesar.  Höfuðborgin, sem er jafnframt stærsta borgin, er Nouméa (íbúafj. 1989 var 65.110).  Flestir íbúanna eru kristnir (aðallega rómversk-katólskir).  Um miðjan níunda áratuginn stunduðu 50.800 nemendur skyldunám á eyjunum.

Efnahagur þessa franska héraðs byggist á landbúnaði (kókoskjarnar, kaffi o.fl.), kvikfjárrækt, fiskveiðum, skógarhöggi, ferðaþjónustu og námugreftri (nikkel, járn og magnesíum).  Nikkelnámurnar eru opnar, þ.e.a.s. ekki ganganámur, og árlega voru flutt 2,8 milljónir tonna úr þeim til vinnslu á síðari hluta níunda áratugarins.  Líklega liggja þarna í jörðu nærri 80% af nikkelbirgðum jarðar.  Framleiðslugreinarnar, sem byggjast aðallega á matvælum og málmvinnslu, eru í þróun.  Mest er flutt út af óunnum málmum og hreinsuðu nickel.  Aðalinnflutningurinn byggist á eldsneytisvörum, kolum, koksi, vélbúnaði og raftækjum.  Gjaldmiðillinn er CFP franki = 100 sentímur.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM