Nýja Kaledónía meira,
France Flag


NÝJA KALEDÓNÍA
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Mjög óvíða annars staðar á jarðkringlunni er hægt að finna jafnfjölbreytta flóru og á Nýju-Kaledóníu.  Barrskógar hýsa plöntur, sem voru taldar útdauðar með öllu, þar til þær fundust þar á ný og stöðugt bætist á þann lista.  Skógarsvæði hafa minnkað á eyjunni, bæði vegna námuvinnslunnar og landbúnaðar og laufskógar eru hér um bil horfnir.  Mikið er unnið að verndun svæða á eyjunni til að koma í veg fyrir náttúruspjöll og u.þ.b. 40% eyjarinnar eru enn þá vaxin frumskógi.

Brezki landkönnuðurinn, James Cook, fann eyjarnar árið 1774 og gaf þeim gamla, latneska nafnið á núverandi Skotlandi.  Frakkar lögðu eyjarnar undir sig 1853 og árið 1946 voru þær gerðar að héraði í Frakklandi.

Í júlí 1984 voru samþykkt lög á franska þinginu, sem veittu eyjaskeggjum sjálfstæði í eigin málum og kosningar voru haldnar á eyjunum 1985.  Tveimur árum síðar kusu Kaledónar að halda áfram stöðu héraðs í Frakklandi.  Melanesar héldu sig frá kjörstöðum og tóku ekki þátt í þeim.  Aðskilnaðarsinnar meðal þeirra gripu til vopna og Frakkar breyttu stjórnarháttum sínum í kjölfarið 1989.  Héraðinu var skipt í þrennt.  Hver hluti fékk þing og allir hlutarnir eiga fulltrúa í sameiginlegri stjórn héraðsins.  Landstjórinn er fulltrúi franska ríkisins og Nýja-Kaledónía kýs tvo fulltrúa og einn öldung á franska þingið.  Til stóð að leggja fram frumvarp í franska þinginu um fullt sjálfstæði Nýju-Kaledóníu árið 1998.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM