Reunion Frakkland,
France Flag


REUNION
FRAKKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

REUNION er stærst Maxcarene-eyja í Indlandshafi, suðaustan Madagaskar.  Þessi eldfjallaeyja er undir stjórn Frakka.  Hún er fjöllótt og heildarflatarmálið er 2512 km².  Hæsti tindurinn er Piton des Neiges (3069m).  Þarna ríkir hitabeltisloftslag með regntíma frá nóvember til apríl og stundum valda hitabeltisóveður tjóni.  Efnahagur eyjaskeggja byggist aðallega á ræktun og vinnslu sykurreyrs og útflutningi sykurs, romms, vanillu og ilmefna.  Höfuðborgin er Saint Denis á norðausturströndinni.  Áætlaður íbúafjöldi 1995 var 653 þúsund (240 á hvern km²).  Íbúarnir eru aðallega kynblendingar Afríkumanna, Asíubúa og Frakka og u.þ.b. 95% þeirra eru rómversk-katólskir.

Eyjan var óbyggð, þegar portúgalski sæfarinn Pedro de Maxcarenhas fann hana snemma á 16. öld.  Árið 1643 stofnuðu Frakkar til byggðar á eyjunni, nefndu hana Bourbon, lýstu yfirráðum sínum þar og fluttu þræla frá Afríku.  Eyjan fékk nafnið Reunion árið 1793 og var áfram frönsk nýlenda, þótt Bretar réðu henni á árunum 1810-15.  Eftir afnám þrælahalds 1848 voru fluttir inn verkamenn frá Indlandi og Suðaustur-Asíu.  Reunion varð að utanlandshéraði í Frakklandi 1946 og stjórnsýslueining árið 1974.  Eyjaskeggjar eiga fimm fulltrúa á franska þinginu.  Stjórn eyjarinnar er í höndum 44 manna aðalráðs og 45 manna héraðsráðs, sem kosið er til í almennum kosningum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM