Ítalía,
Flag of Italy

. . . Meira

ÍTALÍA
.

.

Utanríkisrnt.

 

Map of Italy

Flatarmál Ítalíu er 301.260 km².  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 58 milljónir.  Landið skiptist í 20 héruð (Regioni) og 95 sýslur.  Það hefur verið lýðveldi síðan 2. júní 1946 eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla hafði skorið úr um, að Savoyættin yrði að afsala sér konungsdæmi.

Stjórnarskráin er frá 1947.  Samkvæmt henni fer þingið, sem starfar í tveimur deildum, með löggjafarvaldið og eftirlit með framkvæmdavaldinu.  Í neðri deild þingisins sitja 630 þingmenn, sem eru landskjörnir í þingkosningum fimmta hvert ár.  Í efri deildinni (Senat) sitja 320 þingmenn, sem eru kjörnir í sýslum landsins.

Forseti landsins, sem kemur aðallega fram f.h. ríkisins, er kjörinn sjöunda hvert ár af báðum deildum þingsins um leið og það velur þrjá þingmenn frá hverri sýslu.  Ríkisstjórnin byggist á forsætisráðherra og öðrum ráðherrum.  Hæstiréttur sér um, að ákvæði stjórnarskrárinnar séu virt.  Ítalía er m.a. aðili að ESB og NATO. Norður-Ítalía er u.þ.b. 40% landsins en meira en helmingur íbúanna býr þar.  Séu strjálbýlustu svæði Alpanna fráskilin, búa 200-300 manns á hverjum km².  Iðnvæðing og atvinnuhættir eru þar mun þróaðri en í öðrum landshlutum.  Mílanó (1,7m) er önnur stærsta borg landsins og aðalviðskiptaborgin.
.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM