Feneyjar Ítalía,
Flag of Italy

Meira

FENEYJAR
ÍTALÍA
.

.

Utanríkisrnt.

 

Venice photo gallery Accademia Bridge Santa Maria della Salute Grand CanalFeneyjar eru 1 m.y.s.  Íb. 370þ.  Áður mesta verzlunarborg heimsins.  Nú höfuðborg Feneyja- héraðs.  Erkibiskupssetur.  Feneyjar eru í innsta horni Adriahafsins, 4 km frá fasta- landinu.  Þær eru tengdar með járnbrautum og bílabrú.  Umhverfis Feneyjar er Veneta lónið (40x15 km), sem er skilið frá Adríahafinu af rifjum (lidi).  Vegna samgönguleiða (síkin) og fagurra bygginga eru Feneyjar einstakar.  Vegna hættunnar á, að Fen- eyjar séu að sökkva, eru uppi ýmsar ráðagerðir.

Feneyjar eru byggðar á 118 smáeyjum með u.þ.b. 100 skurðum (rio) á milli og u.þ.b. 400 brúm (flestar úr steini) yfir þá.  Í Feneyjum eru nál. 15.000 hús reist á stauravirkjum.  Þau mynda mjög óreglulegar götur og stíga, oft aðeins 1,5 m á breidd.  Enn þá er búið í húsunum.  Lítil torg heita „Campo eða Campiello", en stór "Piazza.  Bakkarnir heita „Riva eða Fondamenta".

Iðnaður í Feneyjum byggðist fyrrum á listmunagerð, skipasmíði o.fl.  Frá f.hst. hefur vaxið upp allmikil stóriðja við Mestre.  Vörumagn, sem fer um höfnina er nál. 24 milljónir tonna á ári ('76).  Við Mestre er iðnaðarhöfnin „Porto di Maghera".  Suð-vestan Piazzale Roma er Bacino della Stazione, einnig fyrir flutningaskip.  Skáhallt frá hertogahöllinni þjónar San Marco skurðurinn sem farþegahöfn.

Í fornöld settust illyrar að í Feneyjahéraði.  Á 3. öld f.Kr. gerðu þeir bandalag við rómverja. Árið 452 flúðu íbúarnir á  ströndinni út í eyjarnar í lóninu og árið 697 gerðu þeir með sér sjóferðabandalag undir stjórn hertoga (dux: foringi).  Árið 811 varð "Rivus Altus" (Rialto), nú Feneyjar að setri ríkisstjórnar.  Árið 829 voru jarðneskar leifar guðspjallamannsins Markúsar fluttar frá Alexandríu til Feneyja.  Síðan hefur hann verið verndardýrlingur Feneyja og ljón hans eru í skjaldarmerkinu.  Vegna viðskipta við Austurlönd og Evrópulönd efldust Feneyjar og döfnuðu.  Feneyjar náðu undir sig austurströnd Adríahafsins og árið 1204 Konstantínopel ásamt hlutum stranda Grikklands og Litlu-Asíu.  Árið 1380 sigruðu Feneyingar Genua í svokölluðu 100 ára stríði í sjóorrustu við Chioggia.  Á 15. öld urðu Feneyjar voldugastar, réðu öllu við austanvert Miðjarðarhaf og á Ítalíu, alla leið til Veróna, Bergamo og Brescia (Terra ferma).

Þegar Tyrkir hófu landvinninga, Ameríka fannst og nýjar siglingaleiðir fundust til Ind- lands, hófst hnignunin.  Vegna ítaka Feneyja á Ítalíu drógust þær inn í styrjöld Austur- ríkis og Spánar gegn Frökkum (Spænska erfðastríðið).  Tyrkjastyrjaldirnar enduðu 1718 með tapi allra ítaka í Austurlöndum.  Árið 1797 lauk sjálfstæði Feneyja með hernámi Frakka.  Við friðarsamningana í Campoformio var Feneyjaríkið um stund að austurrísku yfirráðasvæði og alveg eftir 1814.  Árið 1866 tengdust Feneyjar ítalska konungsdæminu.

ÍTALÍA

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM