Vegna
tengsla sinna við Grikki og Austurlönd er listasaga borgarinnar sérstæð.
Byggingarstíll Markúsarkirkjunnar er byzantískur auk helztu mósaíkverkanna
í henni. Öðruvísi en
annars staðar á Ítalíu barst gotneski stíllinn ekki til Feneyja
fyrr en á 14. öld. Hann má
finna í hertogahöllinni og fleiri einkahöllum, sem margar eru
skreyttar gulli og fögrum myndum.
Frumendurreisnarstíllinn kemur fyrst fram á seinni hluta 15.
aldar. Slíkar byggingar
eru ólíkar toskanískum að því leyti, að forhliðarnar eru mun
skrautlegri.
Frægir
myndhöggvarar skildu eftir sig ómetanleg listaverk (grafskreytingar,
styttur o.fl.) Málarar
skildu líka eftir mikil verðmæti (Tiziano, Vecelli o.fl.).
Canal
Grande
hefst við aðalbrautastöðina við "Piazzale Roma".
Hann er 3,8 km langur og að meðaltali 70 m breiður.
Dýpi er u.þ.b. 5 m. Hann
er eins og S í laginu og sker borgina frá nv. til sa.
Við hann standa glæsilegar hallir og kirkjur sem minnis- merki
fyrrum veldis Feneyja. Þar
er að finna alla byggingarstíla, allt frá 12. öld til byrjunar
hinnar 18. Einkum er
feneyska útfærslan á gotneska stílnum hrífandi (súlna-göng). Frumendurreisnarstíllinn er einnig mjög áberandi..
Staurarnir
(pali) fyrir framan tröppur húsanna eru til verndar gondólum, sem
leggja að og bera lit eigenda hallanna.
Ferð
frá Piazzale Roma til Markúsartorgsins um Canal Grande (ca. 30 mín.).
h=hægri; v=vinstri.
*
v. Vendramin-Calergi
höllin.
Fegursta frumendurreisnarbygging Feneyja.
Lokið 1509. Þar dó
Richard Wagner 1883.
*
h. Pesaro höllin.
Fegursta barokbygging Feneyja (1710). Nýlistasafn og safn listaverka frá Austurlöndum fjær.
*
v. Ca' d'Oro.
Gullna húsið. Skrautlegasta gotneska bygging Feneyja frá 15. öld.
Þar er "Galleria Franchetti" með höggmyndum,
bronsmyndum,Tizian, Tintoretto, Mantegna, Signorelli, Van Dyck o.fl.
*
h.v. Rialto brúin.
Byggð 1588-92 (Antonio dal Ponte).
Hún er 48 m langur marmarabogi með 27,75 m spani.
Tvær búðaraðir eru á henni.
*
v. Grimani höllin.
Meistaraverk háendurreisnartímans (Sanmicheli; 16. öld).
Þar er nú áfrýjunarréttur.
*
v. Corner-Spinelli höllin.
Frumendurreisnarstíll í Lombardi útfærslu. Sanmicheli lauk henni að innan árið 1542.
*
h. Pisani höllin.
Gotnesk bygging frá 15. öld.
*
h. Ca' Foscari höllin.
Gotnesk bygging frá 14. öld.
Nú háskóli.
*
h. Rezzonico höllin.
Byggð 1665-1750 (Longhena.
Þar er nú listasafn með hús-gögnum, myndum frá 18. öld og
loftmyndum.
*
h.v. Ponte dell' Accakemia.
Brúin hét áður "Ponte di Ferro".
*
v. Corner höllin.
Byggð af Iacopo Sansovino árið 1537.
Nú er þar lögreglustöð.
*
h. Santa Maria della
Salute.
Stórfengleg kúpulkirkja (1631-56) til minningar um pláguna
1630 (Longhena). Inni í
henni eru myndir eftir Tizian.
**Markúsartorgið
(175x56-82 m). Þar fer
fram tónleikahald. Það
er lagt trachyt- og marmarahellum og umgirt af þremur háum bogagöngum
á þrjár hliðar. Þar
eru kaffihús og verzlanir. Á
seinni tímum flæðir oft upp á torgið.
Við norðurhlið þess bjuggu æðstu embættismenn Feneyja.
Þar eru húsin frá 1480 en við suðurhliðina frá 1584.
*Markúsarturninn
(Campanile di San Marco),
99 m hár klukkuturn, sem var endur- byggður árin 1905-12 og þar er
lyfta alla leið upp. Hinn
eldri, sem byggður var 1496-99 hrundi árið 1902.
Inngangurinn er í Merceria.
Flaggstengurnar þrjár fyrir framan kirkjuna eru frá árinu
1505.
**Markúsarkirkjan.
Bein postulans eru í háaltarinu.
Bygging hófst árið 830. Hún
var endurnýjuð árið 976 eftir borgarbrunann.
Henni var breytt á 11. öld í byzantískan stíl með
austurlenzkum áhrifum. Flötur
hennar er 76,5 x 51,75 m. Hún
er byggð í formi grísks kross með 5 kúplum.
Samtals er u.þ.b. 500 forngripi að finna bæði úti og inni.
*Hertogahöllin
var setur hertoganna frá árinu 814.
Suðurhliðin er 71 m löng, en hún er elzti hlutinn (1309-40).
Vesturálman er 75 m löng (1424-38). Höllin er skoðunarverð að innan. Bak við hana er "Andvarpsbrúin", sem var leið
afbrotamanna til aftöku. |