Bari Ítalía,
Flag of Italy


BARI
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Bari er borg í Suður-Ítalíu.  Hún er höfuðstaður samnefnds svæðis og Apuliahéraðs og hafnarborg við Adríahaf.  Þarna er mikilvæg miðstöð viðskipta, m.a. við lönd við austanvert Miðjarðarhaf.  Meðal framleiðsluvöru borgarinnar eru efnavara, vefnaðarvara, benzín, vélbúnaður og vindlingar.  Gamli borgarhlutinn er á höfða á milli gömlu og nýju hafnanna.  Þar eru tvær rómanskar kirkjur, San Nicola basilikan (11.-12. öld) og dómkirkjan (s.hl. 12. aldar).  Nýju borgarhlutarnir eru á aðliggjandi sléttu.  Þar er m.a. Bariháskólinn (1924).  Upprunalega var Bari grísk nýlenda og síðar rómverskur verzlunarstaður.  Síðar var Bari undir stjórn langbarða, Býzantíum og normana.  Í síðari heimsstyrjöldinni var þar mikilvæg flotastöð og tjón varð þar mikið.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM