Sardinia er 24.000 km² og strandlengjan
760 km löng. Hún er næststærst
Miðjarðarhafseyjanna. Mjótt
Bonifaciosundið skilur á milli hennar og Korsíku (frönsk).
Sardinia hefur heimastjórn.
Á eyjunni eru fjórar sýslur:
Cagliari, Nuoro, Oristano og Sassari.
Malaríu gætti mjög fram á 20.öld.
Flestir íbúanna búa á frjósamri strandlengjunni.
Sumur eru þurrt og hlý, en vetur úrkomusamir.
Sardinia
er hluti af fjallgarði úr frumgrýti (gneiss), graníti og hellusteini
(Schiefer), sem ísaldarjöklar veðruðu og slitu í sundur.
Yngstu merki um eldvirkni eru norður-suðurbelti, þar sem kalklög
eru umturnuð.
Rúmlega
helmingur íbúanna lifir af landbúnaði (korn, vín, ólífur, sítrusávextir,
grænmeti og tóbak). Uppi
í fjöllum er stunduð kvikfjárrækt:
Sauðfé, geitur og nýlega nautgripir.
Íbúar Sardiniu eru sjálfum sér nógir með landbúnaðarvörur.
Fiskveiðar
byggjast helzt á túnfiski, sardínum og krabbategundum.
Námuvinnsla
hefur verið stunduð frá fornöld og varð
lyftistöng tæknivæðingar í iðnaði í viðskiptalega vanþróuðum hlutum eyjarinnar. Námur
eru aðallega í Iglesiente í suðvesturhlutanum:
Sink, mangan, barít. Nýleg
kolavinnsla ofanjarðar er við Carboníu
og kolaorkuver í Portovesme.
Vatnsorkuver
framleiða að auki næga orku til að selja til meginlandsins (manngerð
lón).
Í
Gagliari er nýleg olíuhöfn og olíuvinnsla (hreinsun o.fl.).
Henni tengd er vinnsla magnesíums og matarsalts úr sjó.
Ferðaþjónusta
verður stöðugt mikilvægari atvinnuvegur.
Á
eyjunni eru margar forsögulegar minjar frá bronz- og járnöld
(turnar), líkar þeim, sem finnast á Baleareyjum.
E.t.v. voru þetta virki, varðturnar eða jafnvel grafir frá
1500-500 f.Kr. Frá 9.öld
f.Kr. settust Fönikíumenn og síðar Karþagómenn að á eyjunni.
Árið 238 f.Kr. komu Rómverjar, sem mátu mikils jarðefnin. Árið 455 e.Kr. komu vandalar og síðar býzantískt fólk.
Á 8.-11. öld urðu blóðug átök við sarasena, sem Genúa og
Pisa bundu enda á að undirlagi páfa og ásamt Sardiniu urðu að lénum
páfastóls. Við
samningana í Utrecht 1715 varð Sardinia hluti af Austurríki, sem
skipti á eyjunni og Sikiley árið 1720 og hún varð að konungsríki
undir stjórn Savoyættarinnar. Síðan
1948 er Sardinia hluti Ítalíu. Menning
og siðir eyjarskeggja hafa haldið sér.
Þeir tala sardinísku, sem er grein af rómanska málastofninum
og hefur þróast á eiginn hátt og býr yfir ýmsum úreltum orðum og
orðatiltækjum. |