Ancona Ítalía,
Flag of Italy


ANCONA
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Ancona er borg í Mið-Ítalíu, hafnar- og höfuðborg samnefnds svæðis í March-héraði við Adríahaf.  Höfnin iðar af lífi og þjónar bæði fiski- og fragtskipum.  Þarna er stunduð skipasmíði, vinnsla olíu og sykurs og framleiðsla segldúks, pappírs, efnavöru, vélbúnaðar og hljóðfæra.

Grískir kaupmenn frá Sýrakúsu stofnuðu Ancona í kringum 390 f.Kr.  Síðar notuðu Rómverjar höfnina fyrir flota sinn í Illýríska stríðinu árið 178 f.Kr.  Júlíus Sesar tók hafnarbæinn eftir að hann fór yfir Rubicon árið 49 f.Kr.  Træjan keisari lét stækka höfnina og gerði hana að viðskipta- og herskipahöfn.

Ancona varð býzönsk eftir fall Rómarveldis árið 476 en gotar náðu bænum árið 493.  Á sjöttu öld varð Ancona ein henna fimm borga Pentapolis og hluti býzanska héraðsins Ravenna, sem langbarðar náðu undir sig árið 752.  Sarasenar lögðu Ancona í rústir árið 848 en bærinn var endurbyggður 876 og var undir yfirráðum Hins heilaga rómverska keisara.  Snemma á 13. öld komst borgin undir yfirráð páfastóls og varð hálfsjálfstætt lýðveldi.  Árið 1532 varð borgin hluti af Páfaríkinu.

Á tímum frönsku stjórnarbyltingrinnar og Napóleonsstyrjaldanna náðu Frakkar borginni árið 1797 en Austurríkismenn náðu henni aftur fyrir Páfaríkið 1799.  Aftur tóku Frakkar borgina 1801 og gerðu hana hluta af konungsríkinu Ítalíu, sem skilaði henni síðar til Páfaríkisins.  Austurríkismenn brutu uppreisnir gegn Páfaríkinu á bak aftur (1831 og 1849).  Árið 1860 lögðu ítalskir þjóðernissinnar borgina undir sig og hún varð hluti af hinu nýja konungsríki Ítalíu.  Mikið tjón varð í borginni í síðari heimsstyrjöldinni.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM