Piacenza Ítalía,
Flag of Italy

 


PIACENZA
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Piacenza er borg á stærð við Reykjavík í Emilia-Romagna í 61 m hæð yfir sjó.  Borgin er nærri hægri bakka Pó.  Fagrar kirkjur og hallir í endurreisnarstíl, að mestu leyti úr tígulsteini.  Vel varðveittir borgarmúrar (6,5 km langir) frá miðri 16. öld.

Árið 219 f.Kr. hét Piacenza Colonia Placentia og var einn varnarstaða Rómverja við Pó gegn göllum.  Piacenza var aðili að borgasambandi Langbarðalands á miðöldum.  Var undir yfirráðum Visconti- og síðar Sforzaættarinnar.  Tilheyrði kirkjuríkinu árið 1512.  Hertogadæmi með Parma eftir 1545.  Árið 1860 varð Piacenza hluti af ítalska konungsríkinu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM