Turin Ítalía,
Flag of Italy


TURIN
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Turin, höfuðstaður samnefnds svæðis í Piedmonthéraði, er við ármót Pó og Dora Riparia.  Borgin er miðstöð menningar og iðnaðar.  Verksmiðjur hennar framleiða m.a. vélknúin ökutæki, leður- og gúmmívörur, fatnað og plastvörur.  Flesar byggingar borgarinnar nema San Giovanni basilíkan (15. öld) eru frá 17. og 18. öldum og margar þeirra eru verk arkitektanna Guarino Guarini og Filippo Juvarra.  Í Kapellu heilögu líkklæðanna í dómkirkjunni er ker með klæði því, sem Kristur var hjúpaður fyrir útförina.  Meðal annarra kennileita borgarinnar  eru Armeria Reale (í fyrrum konungshöllinni), þar sem er frábært safn vopna og verja, Madamahöllin með fornlistasafni, Carignanohöllin, fæðingarstaður Viktor Emanuels II, konungs Ítalíu, hvelfingarkirkjan Mole Antonelliana, sem var byggð árið 1863 sem bænhús gyðinga, og Vísindaakademían.  Superga basilíkan, sem var lokið við að reisa árið 1731, er grafhvelfing Savoyættarinnar á hæð yfir borginni.  Turinháskóli var stofnaður árið 1404.

Upprunalega var Turin aðalborg lígúríska taurinifólksins en varð rómversk nýlenda á 1. öld f.Kr.  Borgin var setur hertoga langbarða á 7. öld og síðla á 13. öld náði Savoyættin völdum.  Frakkar hersátu Turin frá 1536 til 1562, þegar Savoyhertogarnir tóku við.  Frakkar sátu um borgina árin 1640 og 1706.  Hún var höfuðstaður konungsríkisins Sardiníu frá 1720 til 1861 (nema á árabilinu 1800-1814, þegar Frakkar réðu henni).  Borgarbúar voru í forystusveit hreyfingar til sameiningar Ítalíu á 19. öld og borgin varð fyrsta höfuðborg landsins á árunum 1861-1865 eftir sameininguna.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM