Toscana
er 22.989 km² með u.þ.b. 3,5 milljónir íbúa.
Höfuðborgin er Flórens. Landslagið
er mjúkt og hæðótt með ökrum og vínekrum og sítrustrjám.
Maremmeströndin er við Tyrreníska hafið allt að Elbu.
Íbúarnir búa flestir á þéttbýlissvæðum Arnodals milli flórens
og Livorno og á ströndinni til Carrara (marmari).
Lítil og fjölbreytt smáfyrirtæki eru mörg í héraðinu.
Námagröftur er tals-verður, s.s. járn, kvikasilfur, möl
(lignít) og marmari. Iðnaður,
s.s. áhalda-, véla- og skipasmíði auk lyfja-, gler- kristalgerðar,
húsgagna- og skósmíði, vefnaður og listiðnaður.
Uppi
í fjöllum og í hæðunum er landbúnaður, hreinræktun og framleiðsla
landbúnaðarafurða. Vínrækt
er mikilvæg, dökkrautt, mjúkbeizkt Chiantivín.
Kornrækt og ólífurækt. Blómarækt
og garðrækt í Arnodal og með ströndinni.
Ferðaþjónusta er mikilvæg í Flórens, Siena, Pisa, ýmsum
heilsubótarstöðum og baðstöðum á ströndinni.
Grosseto
er í 12 m hæð yfir sjó með 63.000 íbúa.
Miðstöð listmunaviðskipta í Maremmen.
Piazza Dante er umlukið múr með 6 vígjum.
Dómkirjan er frá 1294. Sex
km norðaustan Grosseto eru brennisteinshverirnir Bagno Roselle (25
m.y.s.). Sex km þaðan til
norðausturs eru rústir Rusellae (184 m.y.s.), einnar 12 aðalborga etrúska,
m.a. 3 km langar leifar borgarmúra, 7-10 m hárra.
Piombino
er í 19 m hæð yfir sjó með 40.000 íbúa.
Hafnarborg. Ferjur
til Elbu. Bærin stendur á
eyju, sem tengd var landi.
Populonia er í 179 m yfir sjó, 14 km norðan Piombina á sama höfða.
Nin gamla hafnarborg etrúska, Pupluna.
Þar eru 2,5 km langar leifar borgarmúrs.
gott útsýni frá höllinni (14.öld).
Neðan þorpsins er forn grafreitur etrúska. |