Lago Maggiore Ítalía,
Flag of Italy


LAGO MAGGIORE
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Stóravatn í Langbarðalandi, Piemont og Sviss er í 194 m hæð yfir sjó.  Rómverjar kölluðu vatnið 'Lacus Verbanus.  Það er 212 km², 60 km langt, 3-5 km breitt og allt að 372 m djúpt.  Gróðurinn umhverfis það er suðrænn líkt og við Como- og Gardavatn.  Umhverfið er afarfagurt.  Aðalaðflutningur vatns er um árnar Tessin (Ticino) og Maggia.  Útfallið í suðri heitir Tessin.  Loftslagið er milt, norðlægur vindur, Tramontana, á nóttunni en suðlægur, Inverna, á daginn.  Fíkju-, ólífu- og granateplatré.  Á **Borromeoeyju vaxa m.a. sítrónur, appelsínur, korkeikur, sagópálmar og brauðaldintré.  Mikil fiskveiði er í vatninu.

Baveno í 210 m hæð yfir sjó er vinsæll heilsubótarstaður.  Falleg kirkja, fagurt útsýni yfir vatnið og Borromeoeyju.  Á suðurhluta hennar er Villa Branca, sem er í eigu framleiðenda líkjöraframleiðanda í Mílanó (Vermut og Fernet Branca).  Garðurinn er fallegur.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM