Adríahaf,
Flag of Italy


ADRÍAHAF
.

.

Utanríkisrnt.

Adríahafið skilur á milli Ítalíu og Austur-Evrópu.  Það var nefnt eftir hinni blómstrandi hafnarborg Adria á rómverskum tíma.  Þessi flói inn úr Miðjarðarhafinu er u.þ.b. 800 km langur og að meðaltali 160 km breiður.  Mesta dýpi er 1250 m.  Pó og Adige hverfa í botn Adríahafsins.  Ítalíuströndin er lág og bein en austurströndin er fjöllótt og klettótt með fjölda víkna og eyja.  Botn hafsins er þakinn blöndu af gulum leir og sandi, sem inniheldur skeljabrot, steingerfinga og kóralla.  Mikil þörungaflóra veldur stundum óþægindum við baðstrendur.

Aðalvindáttirnar eru „bora”, kröftugur norðaustanvindur, sem flæðir niður fjöllin í grenndinni, og „sirocco”, hægari suðaustanvindur.  Sjávarföllin eru margflókin og hafa verið rannsökuð ítarlega.  Hitastig yfirborðslaga er u.þ.b. 25°C í ágúst.  Lægsti hitinn, 10°C, mælist í janúar og febrúar.  Í norðanverðu Adríahafi er hitastig árósanna lægra vegna uppruna vatnsins í jöklum og snjódældum. Aðalhafnir Ítalíumegin er u Bari, Brindisi, Feneyjar og fríhöfnin í Trieste.  Á austurströndinni eru þær helztar: Rijeka, Split, Dubrovnik, Kotor, Durres og Vlore.  Sjávarafli er aðallega humar, sardínur og túnfiskur.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM