Vesúvíus á Suđur-Ítaliu, í grennd viđ Napólíflóa og Napólíborgar, er
eina virka eldfjall meginlands Evrópu. Ţađ stendur eitt og sér á
Campania-sléttunni. Ummál grunnflatar ţess er 48 km og upp úr ţví rísa
tveir tindar. Hinn hćrri ţeirra ber nafniđ Vesúvíus. Hinn 24. ágúst
áriđ 79 hófst stórkostlegt eldgos. Tindur fjallsins sprakk í loft upp
og borgirnar Herculaneum, Pompei og Stabiae huldust ösku og leđju.
Taliđ er, ađ u.ţ.b. 2000 manns hafi farizt. Ţetta var gjóskugos líkt og
önnur gos fram ađ árinu 1066, ţegar fyrsta kunna hraungosiđ varđ. Áriđ
1631 lagđi gos fimm borgir í rústir og olli dauđa rúmlega 3000 manns.
Áriđ 1794 olli stórgos eyđileggingu borgarinnar Torre del Greco. Í
kjölfar fjölda smágosa hófst stórgos áriđ 1906. Ţađ stóđ yfir í 10 daga
og olli gífurlegu tjóni og dauđa 2000 manns. Árin 1913, 1926, 1929 og
1944 urđu smágos. Vesúvíus er 1277 m hátt en lćgri tindurinn, Monte
Somma, er 1132 m hár. Hlíđar eldfjallsins eru ţaktar vínviđi og
aldingörđum. Ofan ţeirra vaxa eikur og kastaníutré. Strengjabraut var
byggđ frá rótum fjallsins upp á gígbrúnina og nćrri gígnum er
eftirlitsstöđ. |