Genúa,
höfuðborg Ligúríu er í 25 m hæð yfir sjó með u.þ.b. 820.000 íbúa.
Borgin nær yfir 35 km strandlengju.
Hún er mesta hafnarborg Ítalíu og hin mikilvægasta við Miðjarðarhafið
ásamt Marseille. Háskóla- og erkibiskupssetur.
Margar marmarahallir aðals-manna.
Fimm jarðgöng og margar háar brýr tengja borgarhlutana.
Genúa er við rætur Appennína-fjalla.
Tvö háhýsi í biðborginni eru kennimerki hennar.
Gamli borgarhlutinn með þröngum og oft bröttum götum.
Áin Bisaguo rennur um Genúa.
Á 12.öld vara hún umgirt 15 km löngum borgar-múr, sem náði
frá stóra vitanum að Forte Della Sperone og Forte Castellaccio og niður
í Bisagno-dalinn. Í Genúa
er meginmistöð ítalsks þungaiðnaðar, mikill matvælaiðnaður,
pappírs- og vefnaðar-iðnaður og miðstöð flutninga á landi, í
lofti og á sjó.
Genúa
var fyrst getið árið 218 f.Kr. Hún
varð sjálfstætt lýðveldi á 10.öld og sigraði endan-lega erkióvinina,
Pisabúa, í sjóorrustu við Meloria eftir nálega 200 ára stríð. Á 14.öld kepptu Genúa og Feneyjar um viðskiptin við
Austurlönd. Genúa tapaði
í orrustu við Feneyinga árið 1380 við Chioggia.
Árið 1528 endurvakti sjóliðsforinginn Andria Doria veldi Genúa
en samt var það á fallanda fæti og árið 1684 réðist Lúðvík
14. á borgina frá sjó. Árið
1746 réðu Austurríkismenn borginni mánuðum saman.
Árið 1805 sameinaðist Ligúría veldi Napóleons og 1815
konungsdæm-inu Sardiníu-Piedmont.
Meðal
frægra sona Genúa voru:
Frelsishetjan
Giuseppe Mazzini (1805-72).
Þjóðhetjan
Giuseppe Garibaldi (1807-82).
Landafundamaðurinn
Cristoforo Colombo (1446-1506).
Fiðlusnillingurinn
Niccolo Paganini (1782-1840).
Aðalshallir
Genúa taka öðrum öðrum slíkum á Ítalíu fram hvað snertir fjölda
og glæsileika og sýna ljóslega, hvernig aðalsmenn lifðu og bjuggu
á 16. 0g 17. öld. Þær sýna
líka hæfni arkitektanna til að nýta takmarkað landrými í bröttum
hlíðum (Galazzo Glessi o.fl.).
Hinar
mörgu og oft gömlu kirkjur hafa flestar verið endurbyggðar í tímans
rás í gotneskum stíl og skreyttar af myndhöggvurum frá Pisa og
Langbarðalandi.
Frægastur
málara í Genúa var Luca Cambiaso (1527-85) og síðar Bernardo
Strozzi (Il Prete Genovese; 1581-1644).
Dómkirkjan
San Lorenzo er skoðunarverð. |