Flórens,
höfuðborg Toscana er í 50 m hæð yfir sjó með u.þ.b. 470.000 íbúa.
Borgin
er aðsetur háskóla og erkibiskups.
Hún er oft nefnd 'La Bella' og stendur á báðum bökkum árinnar
Arno, umlukin Neðri-Appennínafjöllunum.
Þegar Rómverjar lögðu Ítalíu undir sig, var Flórens miðstöð
menningar í landinu og allt fram á miðaldir.
Hún var miðstöð þróunar ítalskrar tungu og bókmennta
(Dante, Boccaccio, Petrarca) og þar blómstraði ítölsk list.
Hinn ótrúlegi fjöldi listaverka á jafnlitlu svæði gerir Flórens
að einni fjölsóttustu borg veraldar.
Flórens
er lítið getið á meðan hún var á valdi etrúska og Rómverja.
Í upphafi 12. aldar varð hún að mikilvægustu borg Mið-Ítalíu
fyrir velgengni í stríðum og ullar- og silkiiðnað, þrátt fyrir að
ríkjandi aðalsættir, Gnelfen og Glubel, ættu í deilum, sem veiktu
stöðu borgarinnar. Iðnaðarmanna-gildin,
sem mynduðu ríkisstjórn 1282, efldu stöðu Flórens.
Forystumenn þeirra (priori) urðu forsprakkar ríkisstjórnar
sem 'Signoria'. Árið 1434
komst hin ríka kaupmannsætt 'Medici' til valda og upphófst þá mesta
blómaskeiðið. Flórens
varð miðstöð lista og vísinda.
Árið 1494 hrakti yfir-bótapredikarinn Girolamo Savonarola
Mediciættina frá völdum. Hann
var brenndur fyrir galdra árið 1498. Mediciættin komst aftur til valda með aðstoð spænsks
hers árið 1512 en hvarf aftur 1527.
Þegar Karl V náði Flórens undir sig 1530, gerði hann
Alessandro af Medici að erfðahertoga (myrtur 1537).
Eftirmaður hans, Cosimo I, varð erkihertogi Toscana 1569.
Eftir að Mediciættin dó út varð landið að ríkisléni, sem
leigt var Lotringenættinni, sem sat að völdum til 1860, að frá-dregnum
Napóleonsárunum 1801-1814. Þá
sameinaðist Toscana hinni nýju Ítalíu og Flórens lifði nýtt blómaskeið.
Skoðunarverðir staðir
Fortezza da Basso.
Dæmigert borgarvirki frá 14. öld.
Hluti eldri borgarmúra, sem voru rifnir til að mynda hringbraut
um bæinn, voru reistir 1534-35. Innan múra eru jafngamlar bygging-ar auk nýrra.
List- og aðrar sýningar árlega.
Þinghúsið
við hlið aðalbrautarstöðvarinnar.
Dómkirkjan,
Santa Maria Del Fiore, nefnd eftir liljunni, sem er í skjaldarmerki Flórens.
Gotnest bygging, sem hófst 1296 (Arnolfo di Cambio).
Áframhaldið eftir 1357 annaðist Francesco Talenti og kirkjan
var vígð 1436. Kúpullinn er frá 1420-34, meistaraverk Filippo
Brunelleschi. Forhliðin er
frá 1875-87.
San
Maria Novella, Dóminikanakirkja
frá 1278-1350. Byggð í
gotneskum stíl. Forhliðin
er lögð marmara í endurreisnarstíl.
Í kór eru freskur eftir Ghirlandaio.
Við vinstri hlið kirkjunnar er inngangur í bogagöngin
Chiostri Monumentali.
Babtisterium.
Átthyrnd kúlubygging, sem var reist yfir rústir frá rómverskum
tíma á 11.-13.öld. Endurnýjuð
með marmara. Þrjár hurðir
gylltar og með lágmyndum (1330-1452).
Inni er mósaík frá 13. og 14.öld.
Loggia
Dei Lanzi er klassísk bygging frá
1376-83. Áður notuð við
opinberar athafnir í borginni. Styttur
dygðanna eftir Agnolo Gaddi frá 1384-89 voru gerðar að ósk
'Signoria', sem var á fallanda fæti.
Tvö skjaldarmerkisljón gæta inngangsins, annað frá klassíska
tímanum, hitt frá 14.öld.
Or
San Michel frá 1284-91. Varð
kornmarkaður. Endurbyggð
1337-1404.
Palazzo
Vecchio, ráðhúsið frá
1298-1314. Byggð fyrir
Signoria. Bætt við það
að aftan-verðu á 16. öld. Vinstra
megin við inngang er nútímaútgáfa af 'Davíð' eftir Michelanglo.
Í skraut-legum forgarðinum er endurgerð mynd af frummyndinni,
sem er á annarri hæð, af 'drengnum með fiskinn' eftir Andrea del
Verroccho.
Galleria
Degli Ufizzi (lokað á mánudögum)
Byggt 1560-74, fyrst sem stjórnsýsluhús og er núna málverkasafn
með 4.500 myndum. 700
myndir eru sýndar hverju sinni og ná ævinlega yfir þróun flórenskrar
menningar auk feneyskrar á svið málaralistar (+hollenzkrar og þýzkrar).
Ponte
Vecchio.
Elzta brú borgarinnar (endurnýjuð 1345).
Gullsmiðabúðir á brúnni.
Piazza
Pitti.
Forte
di Belvedere.
Piazza Michelangelo.
Útsýni. Stytta af
Davíð auk nokkurra annara eftir Michelangelo.
Lítil kirkja, Salvatore al Monte (cronaca 1495).
Inni endurreisnarstíll. Kláruð
á 16. öld.
Campanile.
82 m hár klukkuturn frá 14. öld.
Litskrúðug marmaraklæðning.
Einn fegursti gotneski klukkuturn Ítalíu.
Gott útsýni. Styttur
eftir Donatello og hjálparmann hans Rosso o.fl. frá 1420.
Palazzo Strozzi.
Glansdæmi flórenskrar kastalalistar frá 1489-1536.
Arkitekt Bernadetto Maiano og Cronaca.
Var í viðgerð 1988.
San
Lorenzo, elzta kirkja Flórenzs að
upplagi utan borgarmúra. Byggð
fyrst 393 af hl. Ambrosíusi. Endurreist
á 11.öld. Mediciættin
lauk byggingunni. Latnesk
krosskirkja. Líklega lagði
Leonardo da Vinci hönd á plóginn 1472, þegar hann var tvítugur. |