San Remo Ítalía,
Flag of Italy


SAN REMO
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

San Remo í Imperíu er í 11 m hæð yfir sjó með u.þ.b. 65.000 íbúa.  San Remo er elzti vetrarferðastaður Ítalíu (1861).  Borgin er á Blómarivíerunni við 9 km langa strönd víkur, sem er umlukin fjöllum.  Þar sem áður uxu ólífutré, standa nú gróðurhús fyrir rósa- og nellikuræktun til útflutnings.  Loftslag er mjög milt og sveiflulítið.  Mikið baðstrandalíf á strönd, sem er að hluta til mannanna verk.  Á bröttum hól, milli lækjanna San Francesco og San Romolo, stendur gamli borgarhlutinn Citta Vecchia eða La Pigna með skipulagslausum, þröngum götum og stígum.  Húsin eru bundin saman með steinbogum til styrktar gegn jarðhræringum.  Við vesturenda aðalgötu nýja bæjarhlutans, Via Matteotti, stendur spilavítið, sem er m.a. líka leikhús.  Skammt þaðan í norðaustur er dómkirkjan San Siro í rómönskum stíl frá 12.öld.  Framhald aðalgötunnar heitir Corso Dell’ Imperatrice  (með kanarísku pálmunum).  Lengra í austur er m.a. Forte Santa Tecla frá blómaskeiði Genúa, nú fangelsi.  Það er upplagt að fara með strengjabraut upp á Monte Bignone (1299m; 45 mín.) og njóta útsýnisins úr veitingahúsinu þar.  Í góðu skyggni sést alla leið til Korsíku.  Ferð til Bajardo (25 km til norðurs) í 900 m hæð yfir sjó borgar sig.  Bajardo er smáþorp á fjallskolli, þaðan sem útsýnið er frábært.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM