Palermo Ítalía,
Flag of Italy


PALERMO
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Palermo er hafnar- og höfuðborg samnefnds héraðs á norðvesturströnd Sikileyjar við Tyrreníuhaf.  Hún er stærsta borg eyjarinnar og aðalhafnarborgin, miðstöð viðskipta með landbúnaðarafurðir eyjarskeggja.  Þar er mikil matvælavinnsla, stáliðja, skipasmíðar og framleiðsla húsgagna, leðurvöru, glers, efnavöru, sements, vefnaðarvöru og pappírs.  Margar elztu bygginganna eru frá dögum normana og í þeim finnast arabísk, býzantískn normönsk og spænsk tilbrigði.  Áhugaverðustu byggingarnar eru dómkirkjan (1169-1185), Palantíska kapellan (1140) og San Giovanni degli Eremiti-kirkjan (1132).  Háskóli borgarinnar var stofnaður árið 1777.

Fönikíumenn stofnuðu borgina á 8. öld og hún var Karþagósk nýlenda þar til Rómverja náðu henni undir sig árið 254 f.Kr.  Hún komst í hendur gota árið 440, Býzantínumanna árið 535, sarasena árið 831, normana árið 1072 og Hins heilara rómanska ríkis árið 1194.  Árið 1282 var hún vettvangur mikilla blóðsúthellinga, þegar innfæddir íbúar slátruðu frönsku yfirstéttinni, sem réði borginni.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM