Taranto Ítalía,
Flag of Italy


TARANTO
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Taranto er hafnar- og höfuðborg á samnefndu svæði í Apuliahéraði við Tarantoflóa í Suður-Ítalíu.  Þar er mikilvæg flotastöð með vopnabúri og skipasmíðastöð.  Þar eru einnig stáliðjuver og matvælaframleiðsla.  Spartverskir landnemar stofnuðu borgina árið 708 f.Kr.  Hún óx og dafnaði og fékk nafnið varð höfuðborg grísku nýlendnanna, Magna Graecia, á Suður-Ítalíu.  Rómverjar lögðu borgina undir sig árið 272 f.Kr. en náðu ekki fullum yfirráðum fyrr en árið 209 f.Kr.  Eftir gotnesku styrjaldirnar var borgin í höndum Byzans árið 540.  Langbarðar náðu henni árið 661 og síðan sarasenar.  Normanski ævintýramaðurinn Robert Guiscard lagði hana undir sig árið 1063.  Síðar varð hún hluti konungsríkisins Napólí.  Árið 1940 olli brezki flotinn miklum usla í höfninni, þar sem mörg ítölsk herskip lágu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM