Róm Ítalía,
Flag of Italy

Skoðunarvert Saga Matargerð .

RÓM
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Róm er í 11-139 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 3 milljónir.  Borgin eilífa er höfuðborg landsins, héraðsins Róm og sýslunnar Latium ásamt því að vera stærsta borg landsins.  Vatíkanið í Róm er setur páfa og hirðar hans.  Róm er á svipaðri breiddargráðu og Chicago og Istambúl, 20 km frá Tyrreníska hafinu í hæðóttu Campagna di Roma og við ána Tiber, hina þriðju stærstu á Ítalíu.  Þvermál Rómar er u.þ.b. 9 km en heildarflatarmál 1500 km².

Á vinstri bakka Tiber (25 brýr) eru hæðirnar sjö, Capitolinus (50m), Quirilanis (52m), Viminalis (56m), Exquilinus (50m) Palatinus (51m), Adventinus (46m) og Caelius (50m), sem gamla Róm stóð á og hafa staðið óbyggðar öldum saman þar til nýlega.  Milli hæðanna og Tiber er sléttlendið Campus Martius, sem tók við þenslu borgarinnar til skamms tíma.  Pincio (50m), norðan Quirinal og hæðirnar á hægri árbakkanum, Vaticanus (60m) og Ianiculum (84m), voru um langt skeið ekki hluti Rómar, þótt þéttbýlt hafi verið þar frá dögum ágústusar (hét Trans Tiberin).  Róm keisaranna er umgirt Árelíusarmúrnum og gamli hluti Rómar þarfnast mjög lagfæringar.


Söguleg þýðing Rómar
Þegar í fornöld var borgin eilífa (Roma Aeterna) um 1500 ára skeið miðpunktur Evrópu og brennipunktur sögulegra atburða.  Hún var fyrsta heimsborgin í nútímaskilningi, miðpunktur milli Skotlands og Sahara, Gíbraltar og Persaflóa og síðar miðstöð katólsku heimskirkjunnar.  Á blómaskeiði rómverska keisaraveldisins, á fyrri hluta 2. aldar, var íbúafjöldi borgarinnar rúmlega ein milljón.  Þar blandaðist menning fornþjóðanna og hélt á vit ókominna alda.  Þar varð öflugasta trúarsamfélag heims til (rómversk-katólska kirkjan).  Þar stofnaði Innocentius II veldi kirkjuríkisins um 1200, sem stóð til 1870 og var breytt í Vatíkanið árið 1929.  Nafnið Róm var orðið að hugtaki, sem tíminn upphóf aftur og aftur og átti þátt í og mótaði sögu Evrópu, einkum Þýzkalands.  Róm nútímans er afleiðing fortíðarinnar.  Hún verður mest hrífandi, ef hún er skoðuð í ljósi heimssögunnar, sem þar gerjaðist.

Eftir róstur fólksflutningatímans og margvísleg önnur örlög síðar, voru íbúar Rómar u.þ.b. 20.000 á 14.öld og 5.500 á 16.öld.  Árið 1832 voru þeir 148.000, 1870 við lok yfirráða páfastóls 221.000 og árið 1921 660.000.  Eftir fyrri heimstyrjöldina og þó einkum eftir hina síðari hófst hin öra þróun, sem fjölgaði íbúunum í rúmlega þrjár milljónir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM