Róm Ítalía sagan,
Flag of Italy


RÓM
SAGA - ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

ColosseumFornborgin var stofnuð 21. apríl 753 f.Kr. samkvæmt þjóðsögunni, en hlýtur samt sem áður að hafa verið þýðingarmikil fyrir Latina sem höfuðborg fyrr, svo skammt frá Tiberósum.  Palatin, Quirinal og Forum þar á milli og Kapitol rís yfir, myndaði elzta hluta borgarinnar.

Eftir spjöll, sem gallar unnu 387 f.Kr. hófst uppgangur Rómar til höfuðborgar hins rómverska ríkis, sem birtist í byggingum hennar.  Mikilvæg hof og veraldlegar byggingar voru reistar.  Árið 312 f.Kr. var fyrsta vatnsleiðslan lögð og steinlagði þjóðvegurinn (Aquae og Via Appia).  Hvelfingahús úr steinlímdum hleðslueiningum þróuðust, mesti sigur og árangur rómverskrar byggingarlistar.  Ágústus lét breyta mynd Rómar (27 f.Kr. til 14. e.Kr.) mikið, t.d. með marmarabyggingum í Campus Martius en áður var byggt úr tígulsteini.  Neró (54-68) eyðilagði Róm í eldi.  Á 2.öld náði Róm þeim hápunkti þróunar, sem Rómverjar stóðu að.

Þróun Rómar varð fyrir áhrifum kristninnar, sem fór að vinna á frá miðri 1. öld og komst á sem viðurkennd trú undir Diokletiusi árið 303 og árið 313 lýsti Konstantín mikli yfir trúfrelsi.  Hluti rómverska aðalsins hélt sig við gömlu trúna og var gerður eignalaus af Honoriusi árið 408.  Hof voru jöfnuð við jörðu og efnið úr þeim notað til bygginga kirkna (basilika) eða þeim breytt í kirkjur, sem fjölgaði hratt.

Ljómi Rómar dofnaði árið 330, þegar Konstantín mikli flutti aðalaðsetur keisaranna til Mílanó og Byzanz.  Rómanska Campagna eyddist af fólki og malaría breiddist út  inn til landsins frá ströndinni.  Árásir gota, vandala o.fl. ollu enn frekari hnignun á þjóðflutningatímanum.  Hið eina, sem kom í veg fyrir hrun Rómar, var barátta og sigrar kristninnar, sem tengdir eru borginni órofaböndum.  Hún varð að miðstöð kristninnar þar til katólska kirkjan klofnaði.

Flestar kirkjur í Róm eru opnar fyrir hádegi og frá kl. 16:00 eða 17:00 fram í myrkur.  Ath. klæðnað, einkum kvenna!

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM