Ítalska rívíeran,
Flag of Italy

 


ÍTALSKA RÍVÍERAN
.

.

Utanríkisrnt.

Strandlengjan milli Marseille í Frakklandi og La Spezia á Ítalíu kallast Riviera.  Ítalski hlutinn hefst við Ventimiglia.  Hann er sæbrattur með misstórum víkum (Ligúrísku alparnir), skógi vöxnum hæðum, gömlum sjávarþorpum, rústum varðturna og bláum blæ Miðjarðarhafsins.  Það er stórkostlegt að aka strandveginn frá Frakklandi til Ítalíu.

Fjöllin veita skjól gegn nöprum norðanvindum og sól og sunnanblær sjá fyrir nægum hita allt árið til að suðlægur gróður þrífist með ágætum og gestkvæmt er þar líka árið um kring.

Vestari hluti rivíerunnar við Genúaflóa nefnist Riviera di Ponente'og austan Genúa Riviera di Levante.  Hlutinn milli frönsku landamæranna og Alassio kallast Riviera dei Fiori vegna mikillar blómaræktar þar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM