Kaprí Isola di Capri Ítalía,
Flag of Italy


KAPRÍ / ISOLA DI CAPRI
ÍTALÍA
.

.

Utanríkisrnt.

 

Kaprí er 10,5 km².  Íbúafjöldi u.þ.b. 12.000.  Hún er 6 km löng og 1-1½ km breið.  Eyjan er úti fyrir suðurhluta Napólíflóa (Sorrent-skaga).  Hún hét Caprae og var og er mjög fjölsóttur ferða-mannastaður.  Tíberíus keisari dvaldi oft á Kaprí og dó þar árið 37 e.Kr.  Flóran er mjög fjölbreitt, m.a. akanthus-jurtin, en blaðform hennar skreytir korinzk súlnahöfuð.  Bærinn Kaprí er í 138 m hæð yfir sjó og íbúafjöldinn u.þ.b. 8.000.  *Anacapri er í 286 m hæð yfir sjó.

**Blái hellirinn:  Opið 1¾ m hátt.  54 m langur, 30 m breiður, 15 m hár og vatnsdýpi 16 m.  Bezti heimsóknartíminn er frá kl. 11:00 - 13:00 (beztu birtuskilyrði).  Umhverfis eyjuna eru alls 6 hellar, t.d. Hvíti- og græni hellirinn.

**Gönguferð
um austurhluta eyjarinnar, meðfram og í sæbröttum klettum:  Gengið er af stað frá bænum Capri um Via Tiberio (¾ t.) í norðaustur að höfðanum Il Capo.  Handan hliðsins Salto di Tiberio (297 m.y.s.) lét hinn grimmi keisari Tíberíus hrinda fórnarlömbum sínum fyrir björg.  Þar er grunnur forns vita.  Rústir Villa di Tiberio eða Villa Jovis, þar sem Tíberíus bjó 27-37 e.Kr.  Á hæsta stað næsta höfða er kapellan Santa Maria di Soccorso og Maríulíkneski, sem sést víða að.  Frá rústum Villa Jovis liggur vegurinn til hægri að klettahliði.  *Arco Naturale.  Þaðan eru tröppur að Grotta di Matromania, sem var e.t.v. helgidómur dísa.  Þaðan er leið í miðjum klettum (¾ t.) til baka til Punta Tragara með klettaeyjarnar Monacone og Faraglioni á vinstri hönd.  *Frá bænum Capri liggur Via Krupp (þýzki iðnjöfurinn lét leggja veginn) til Marina Piccola.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM