Hæsti
staður þess er í 1.374 m hæð yfir sjó.
Það er lægsta leiðin yfir aðalfjallgarð Alpanna og
jafnframt ein elzta samgönguleiðin yfir þá.
Hún var þegar notuð á dögum Rómverja.
Frá Innsbruck liggur járnbraut, þjóðvegur og hraðbraut um
Brenner. Hraðbrautin liggur um Wippdalinn, yfir ána Sill á Evrópubrúnni
(815 m löng), sem er allt að 190 m ofar dalbotninum. Þegar komið er yfir landamæri Ítalíu, er hægt að aka
afarfagra og krókótta leið um Jaufenskarðið til Meranó og Bozen í
Suður-Tíról (tæpast fært stórum rútum). |